Heimsmeistarinn Kimi Raikkönen hjá Ferrari viðurkennir að hann þurfi á kraftaverki að halda ef honum á að takast að verja titil sinn í Formúlu 1.
Raikkönen er nú 21 stigi á eftir forystusauðnum Lewis Hamilton hjá McLaren þegar aðeins fjögur mót eru eftir.
"Þetta er ekki búið enn en ég þarf á kraftaverki að halda ef ég á að vinna. Svona eins og þegar eldingu slær niður tvisvar á sama stað," sagði Finninn, sem hefur ekki unnið keppni síðan í apríl.
"Það er orðið langt síðan ég hef unnið og stigalausu keppnirnar orðnar margar."