Viðskipti erlent

Coca-Cola rétt yfir væntingum

Úr hvorri skal drekka?
Úr hvorri skal drekka? Mynd/Teitur

Hagnaður drykkjavöruframleiðandans Coca-Cola á öðrum ársfjórðungi nam1,42 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 109 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar nam hann 1,85 milljörðum á sama tíma í fyrra.

Tekjur námu rétt rúmum níu milljörðum dala, sem er sautján prósenta aukning á milli ára.

Einskiptikostnaður setti hins vegar strik í reikninginn.

Greinendur höfðu almennt reikna með því að hagnaðurinn myndir nema tæpum níu milljörðum dala og er niðurstaðan því rétt yfir væntingum. Sala á drykkjum fyrirtækisins jókst um þrjú prósent á tímabilinu miðað við sama tíma í fyrra. Vöxturinn var þó enginn í Bandaríkjunum en þeim mun meiri utan landssteina, eða fimm prósent.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×