Erlent

Kínverjar fangelsa Tíbeta

Óli Tynes skrifar
Mótmæli vegna Tíbets fóru fram víða um heim.
Mótmæli vegna Tíbets fóru fram víða um heim.

Kínverskur dómstóll dæmdi í dag þrjátíu manns til fangelsisvistar vegna óeirðanna út af Tíbet. Dómarnir voru frá þrem árum til lífstíðar.

Kínverjar saka Dalai Lama og fylgismenn hans um að efna til óeirðanna, sem kínversk yfirvöld segja að hafi kostað átján saklausa borgara lífið.

Auk þess hafi verið kveikt í sjö skólum, tíu sjúkrahúsum og 120 íbúðarhúsum. Þá hafi 908 verslanir verið rændar og ruplaðar.

Útlagastjórn Tíbeta segir að um tvöhundruð manns hafi látið lífið. Flestir hafi fallið fyrir kúlum her- og lögreglumanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×