Grænar ferðir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 19. nóvember 2008 05:00 Í gær var samþykkt einróma í borgarstjórn stefna borgarinnar í samgöngumálum starfsmanna og fyrir starfsemi Reykjavíkurborgar. Grænar ferðir er stefna sem hefur áhrif á ferðamáta starfsmanna borgarinnar. Reykjavíkurborg vill með þessu sýna fordæmi með því að innleiða vistvænar samgöngur í starfsemi sinni. Reykjavíkurborg sýnir fordæmi með því að innleiða nýja hugsun varðandi ferðir starfsmanna, með því að stuðla að jöfnum tækifærum þeirra sem velja annað en einkabílinn og með því að innleiða vistvænar samgöngur sem notaðar eru í vinnuferðir hjá borginni. Undir vistvænar samgöngur flokkast meðal annars hjólreiðar, ganga, almenningssamgöngur og notkun visthæfra bíla. Stefnan Grænar ferðir er hluti af grænum skrefum í Reykjavík og er liður í því heildarmarkmiði að draga úr bílastæðaþörf, umferðarmyndun á háannatíma í borginni og í því að bæta loftgæði í borginni. Bílum í Reykjavík fjölgaði um 40 prósent frá 1999-2007 á meðan íbúum fjölgaði um 7 prósent. Fjöldi bíla á hverja þúsund íbúa var 676 árið 2007 sem er langt langt umfram þær borgir sem við berum okkur saman við. Rúmlega fimmtungur gróðurhúsalofttegunda sem losaðar eru út í andrúmsloftið koma frá samgöngutækjum. Auknum bílafjölda fylgir aukin mengun og tafir í umferð og hefur neikvæð áhrif á umhverfi, heilsu og borgarbrag. Innleiðing vistvæns samgöngumáta í starfsemi borgarinnar felur m.a. í sér að reiðhjól og visthæfar bifreiðar eigi að standa starfsmönnum Reykjavíkur til boða vegna vinnuferða í borginni, tryggja góða aðstöðu fyrir gangandi og hjólandi, fjárfest skal í visthæfum farartækjum þar sem kostur er og taka upp samgöngusamninga við nýtt starfsfólk þar sem það á við í stað aksturssamninga. Samgöngusamningar geta tekið til ólíkra farartækja og ferðamáta, s.s. gangandi, með strætisvagni, á bifreið eða hjólandi, en skulu ávallt hafa það að markmiði að auka hlut vistvæns ferðamáta í vinnuferðum á vegum borgarinnar. Höfundur er formaður umhverfis- og samgönguráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær var samþykkt einróma í borgarstjórn stefna borgarinnar í samgöngumálum starfsmanna og fyrir starfsemi Reykjavíkurborgar. Grænar ferðir er stefna sem hefur áhrif á ferðamáta starfsmanna borgarinnar. Reykjavíkurborg vill með þessu sýna fordæmi með því að innleiða vistvænar samgöngur í starfsemi sinni. Reykjavíkurborg sýnir fordæmi með því að innleiða nýja hugsun varðandi ferðir starfsmanna, með því að stuðla að jöfnum tækifærum þeirra sem velja annað en einkabílinn og með því að innleiða vistvænar samgöngur sem notaðar eru í vinnuferðir hjá borginni. Undir vistvænar samgöngur flokkast meðal annars hjólreiðar, ganga, almenningssamgöngur og notkun visthæfra bíla. Stefnan Grænar ferðir er hluti af grænum skrefum í Reykjavík og er liður í því heildarmarkmiði að draga úr bílastæðaþörf, umferðarmyndun á háannatíma í borginni og í því að bæta loftgæði í borginni. Bílum í Reykjavík fjölgaði um 40 prósent frá 1999-2007 á meðan íbúum fjölgaði um 7 prósent. Fjöldi bíla á hverja þúsund íbúa var 676 árið 2007 sem er langt langt umfram þær borgir sem við berum okkur saman við. Rúmlega fimmtungur gróðurhúsalofttegunda sem losaðar eru út í andrúmsloftið koma frá samgöngutækjum. Auknum bílafjölda fylgir aukin mengun og tafir í umferð og hefur neikvæð áhrif á umhverfi, heilsu og borgarbrag. Innleiðing vistvæns samgöngumáta í starfsemi borgarinnar felur m.a. í sér að reiðhjól og visthæfar bifreiðar eigi að standa starfsmönnum Reykjavíkur til boða vegna vinnuferða í borginni, tryggja góða aðstöðu fyrir gangandi og hjólandi, fjárfest skal í visthæfum farartækjum þar sem kostur er og taka upp samgöngusamninga við nýtt starfsfólk þar sem það á við í stað aksturssamninga. Samgöngusamningar geta tekið til ólíkra farartækja og ferðamáta, s.s. gangandi, með strætisvagni, á bifreið eða hjólandi, en skulu ávallt hafa það að markmiði að auka hlut vistvæns ferðamáta í vinnuferðum á vegum borgarinnar. Höfundur er formaður umhverfis- og samgönguráðs.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar