Glæparannsóknir sem mölur og ryð fá ei grandað Atli Steinn Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2008 08:31 Smávinir fagrir, foldar skart. MYND/Wikimedia.org Nýjustu kenningar í skordýrafræðum gera fastlega ráð fyrir því að viss tegund mölflugna geti orðið lykillinn að glæparannsóknum í framtíðinni. Mölflugur gera gott betur en að nærast á fatalörfum, þær hika ekki við að leggja sér eigendur fatanna til munns fái þær tækifæri. Vitað er að afbrigðið tinea pellionella nærist á mannshári og já, þetta örsmáa sköpunarverk étur einnig aðra hluta mannslíkamans sem það kemst í tæri við. Þótt þetta hljómi ef til vill ekki spennandi fyrir þá sem eru að snæða morgunverðinn einmitt núna telur skordýrafræðingurinn Sibyl Bucheli við Sam Houston-ríkisháskólann í Texas þetta alls ekki slæmar fréttir. Við morðrannsóknir þar sem færa þarf sönnur á að mannslík hafi verið á ákveðnum stað á einhverjum tímapunkti gæti tækniliði lögreglu nægt að finna mölflugu af nefndri tegund á staðnum eða bara ham hennar. Tegundin hefur nefnilega hamskipti og gamli hamurinn inniheldur oft leifar af þeirri fæðu sem dýrið hefur nærst á. Sé um hluta af manneskju að ræða, jafnvel aðeins bút af hári, nægir hann til að greina erfðaefni viðkomandi sem síðar getur orðið ómetanlegt gagn við að sanna hvort líkið hafi einhvern tímann verið á þessum tiltekna stað. Þetta kann að hljóma langsótt en hefur þegar nýst við að upplýsa morðmál í Galveston í Texas í fyrra. Sannast þar hið fornkveðna, að eins dauði er annars brauð. Vísindi Mest lesið Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Sjá meira
Nýjustu kenningar í skordýrafræðum gera fastlega ráð fyrir því að viss tegund mölflugna geti orðið lykillinn að glæparannsóknum í framtíðinni. Mölflugur gera gott betur en að nærast á fatalörfum, þær hika ekki við að leggja sér eigendur fatanna til munns fái þær tækifæri. Vitað er að afbrigðið tinea pellionella nærist á mannshári og já, þetta örsmáa sköpunarverk étur einnig aðra hluta mannslíkamans sem það kemst í tæri við. Þótt þetta hljómi ef til vill ekki spennandi fyrir þá sem eru að snæða morgunverðinn einmitt núna telur skordýrafræðingurinn Sibyl Bucheli við Sam Houston-ríkisháskólann í Texas þetta alls ekki slæmar fréttir. Við morðrannsóknir þar sem færa þarf sönnur á að mannslík hafi verið á ákveðnum stað á einhverjum tímapunkti gæti tækniliði lögreglu nægt að finna mölflugu af nefndri tegund á staðnum eða bara ham hennar. Tegundin hefur nefnilega hamskipti og gamli hamurinn inniheldur oft leifar af þeirri fæðu sem dýrið hefur nærst á. Sé um hluta af manneskju að ræða, jafnvel aðeins bút af hári, nægir hann til að greina erfðaefni viðkomandi sem síðar getur orðið ómetanlegt gagn við að sanna hvort líkið hafi einhvern tímann verið á þessum tiltekna stað. Þetta kann að hljóma langsótt en hefur þegar nýst við að upplýsa morðmál í Galveston í Texas í fyrra. Sannast þar hið fornkveðna, að eins dauði er annars brauð.
Vísindi Mest lesið Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Sjá meira