10-11 strákur ætlar líklega að kæra lögregluna Breki Logason skrifar 27. maí 2008 16:01 Uppákoman í 10-11 í gærkvöldi. „Við töluðum um það í gær og ætli það endi ekki með því að hann kæri," segir vinur piltsins sem staddur var ásamt nokkrum öðrum í verslun 10-11 í Grímsbæ í gærkvöldi þegar lögreglumaður tók 17 ára unglingspilt kverkataki. Vinur piltsins tók atvikið upp á myndband sem birtist á Vísi í morgun. Hann segir lögregluna hafa handtekið vin sinn í kjölfarið og var hann fluttur niður á lögreglustöð, grunaður um þjófnað. Lögreglan sagðist fyrr í dag vera að skoða atvikið. „Það var starfsmaður þarna sem hélt að við værum að stela. Hann hótaði síðan að hringja á lögregluna og við sögðumst vera til í að tala við hana enda vorum við ekki að gera neitt," segir pilturinn sem vildi ekki láta nafn síns getið. Hann segir lögregluna síðan hafa mætt á svæðið og spurt vin sinn hvað hann væri með í buxnastrengnum. „Hann sagði þetta bara vera símann sinn og sagðist ekki vera að stela neinu." Skyndilega rífur lögregluþjónninn í vininn og segir honum ekki að vera með "þennan kjaft". Hægt er að sjá átökin sem þá upphófust hér. „Hann var síðan handjárnaður og fluttur í lögreglubíl niður á lögreglustöð. Hann sagði að lögreglan hefði setið ofan á maganum á sér í lögreglubílnum." Eftir stutta yfirheyrslu var honum síðan ekið aftur að 10-11 þar sem bílinn hans var. Aðspurður um ástæður handtökunar fékk pilturinn þær útskýringar að hann hefði verið grunaður um þjófnað sem ekki hefði náðst að sanna. Verslunarstjóri í versluninni sagði fyrr í dag að síðast hefði þurft að kalla til lögreglu í verslunina vegna láta í unglingum á sunnudaginn. Vinurinn segir hinsvegar að þeir félagar hafi aldrei áður verið með læti í versluninni. „Við höfum heyrt um einhverja krakka sem hafa verið að reyna að fara í slag við starfsfólkið en það vorum ekki við." Tengdar fréttir Unglingar verið til vandræða upp á síðkastið Egill Pálsson, verslunarstjóri í 10-11 í Grímsbæ segir unglinga hafa verið með ólæti og vesen í búðinni um nokkurn tíma. Á myndbandasíðunni youtube.com er myndskeið sem sýnir lögreglumann taka ungling í búðinni kverkataki en atvikið átti sér stað í gærkvöldi. Egill segist ekki vita hvort um sé að ræða sömu unglinga og verið hafa til vandræða undanfarið. 27. maí 2008 12:54 Lögreglan skoðar atvik í 10/11 Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að embættið sé að skoða atvik sem varð í 10/11 verslun í gær þegar lögreglumaður réðst að pilti og tók hann kverkataki. 27. maí 2008 12:58 Lögreglumaður tekur ungan pilt kverkataki Lögreglumaður beitir ungan pilt nokkru harðræði í myndbandi sem sett var inn á netið í gær. Svo virðist sem ungir piltar séu grunaðir um þjófnað í verslun 10-11. Einn lögreglumannanna sem mætir á vettvang tekur einn þeirra kverkataki. 27. maí 2008 09:28 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
„Við töluðum um það í gær og ætli það endi ekki með því að hann kæri," segir vinur piltsins sem staddur var ásamt nokkrum öðrum í verslun 10-11 í Grímsbæ í gærkvöldi þegar lögreglumaður tók 17 ára unglingspilt kverkataki. Vinur piltsins tók atvikið upp á myndband sem birtist á Vísi í morgun. Hann segir lögregluna hafa handtekið vin sinn í kjölfarið og var hann fluttur niður á lögreglustöð, grunaður um þjófnað. Lögreglan sagðist fyrr í dag vera að skoða atvikið. „Það var starfsmaður þarna sem hélt að við værum að stela. Hann hótaði síðan að hringja á lögregluna og við sögðumst vera til í að tala við hana enda vorum við ekki að gera neitt," segir pilturinn sem vildi ekki láta nafn síns getið. Hann segir lögregluna síðan hafa mætt á svæðið og spurt vin sinn hvað hann væri með í buxnastrengnum. „Hann sagði þetta bara vera símann sinn og sagðist ekki vera að stela neinu." Skyndilega rífur lögregluþjónninn í vininn og segir honum ekki að vera með "þennan kjaft". Hægt er að sjá átökin sem þá upphófust hér. „Hann var síðan handjárnaður og fluttur í lögreglubíl niður á lögreglustöð. Hann sagði að lögreglan hefði setið ofan á maganum á sér í lögreglubílnum." Eftir stutta yfirheyrslu var honum síðan ekið aftur að 10-11 þar sem bílinn hans var. Aðspurður um ástæður handtökunar fékk pilturinn þær útskýringar að hann hefði verið grunaður um þjófnað sem ekki hefði náðst að sanna. Verslunarstjóri í versluninni sagði fyrr í dag að síðast hefði þurft að kalla til lögreglu í verslunina vegna láta í unglingum á sunnudaginn. Vinurinn segir hinsvegar að þeir félagar hafi aldrei áður verið með læti í versluninni. „Við höfum heyrt um einhverja krakka sem hafa verið að reyna að fara í slag við starfsfólkið en það vorum ekki við."
Tengdar fréttir Unglingar verið til vandræða upp á síðkastið Egill Pálsson, verslunarstjóri í 10-11 í Grímsbæ segir unglinga hafa verið með ólæti og vesen í búðinni um nokkurn tíma. Á myndbandasíðunni youtube.com er myndskeið sem sýnir lögreglumann taka ungling í búðinni kverkataki en atvikið átti sér stað í gærkvöldi. Egill segist ekki vita hvort um sé að ræða sömu unglinga og verið hafa til vandræða undanfarið. 27. maí 2008 12:54 Lögreglan skoðar atvik í 10/11 Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að embættið sé að skoða atvik sem varð í 10/11 verslun í gær þegar lögreglumaður réðst að pilti og tók hann kverkataki. 27. maí 2008 12:58 Lögreglumaður tekur ungan pilt kverkataki Lögreglumaður beitir ungan pilt nokkru harðræði í myndbandi sem sett var inn á netið í gær. Svo virðist sem ungir piltar séu grunaðir um þjófnað í verslun 10-11. Einn lögreglumannanna sem mætir á vettvang tekur einn þeirra kverkataki. 27. maí 2008 09:28 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Unglingar verið til vandræða upp á síðkastið Egill Pálsson, verslunarstjóri í 10-11 í Grímsbæ segir unglinga hafa verið með ólæti og vesen í búðinni um nokkurn tíma. Á myndbandasíðunni youtube.com er myndskeið sem sýnir lögreglumann taka ungling í búðinni kverkataki en atvikið átti sér stað í gærkvöldi. Egill segist ekki vita hvort um sé að ræða sömu unglinga og verið hafa til vandræða undanfarið. 27. maí 2008 12:54
Lögreglan skoðar atvik í 10/11 Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að embættið sé að skoða atvik sem varð í 10/11 verslun í gær þegar lögreglumaður réðst að pilti og tók hann kverkataki. 27. maí 2008 12:58
Lögreglumaður tekur ungan pilt kverkataki Lögreglumaður beitir ungan pilt nokkru harðræði í myndbandi sem sett var inn á netið í gær. Svo virðist sem ungir piltar séu grunaðir um þjófnað í verslun 10-11. Einn lögreglumannanna sem mætir á vettvang tekur einn þeirra kverkataki. 27. maí 2008 09:28