Erlent

Ísrael á 150 kjarnorkusprengjur

Ísrael ræður yfir 150 kjarnorkusprengjum að sögn Jimmy Carters, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.

Carter gaf þessar upplýsingar á fundi í Wales, þar sem hann var spurður um viðbrögð Bandaríkjanna við því að Íranar komi sér upp kjarnorkuvopnabúri.

Forsetinn fyrrverandi sagði að Bandaríkin ættu yfir 12 þúsund kjarnorkusprengjur, Rússar eitthvað álíka, Bretland og Frakkland mörghundruð vopn og Ísrael 150. Ísraelar hafa aldrei viðurkennt opinberlega að þeir eigi kjarnorkuvopn.

Yfirmaður ísraelsku leyniþjónustunnar segir að orð Carters séu ábyrgðarlaus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×