10-11 lögreglumaður sendur í frí 27. maí 2008 16:15 Lögreglumaðurinn sem sést taka pilt hálstaki í verslun 10-11 í Grímsbæ á myndbandi á Netinu mun ekki sinna störfum á vegum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á meðan mál hans er í rannsókn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Þar segir að um leið og ábendingar bárust lögreglu um þetta myndband hafi farið af stað athugun á því hvenær þetta hafi gerst og hvaða lögreglumaður væri þarna á ferðinni enda sé framgangan með þeim hætti að það krefst að mati lögreglustjóra rannsóknar. Ríkissaksóknara var þegar gert viðvart um þetta atvik vegna alvarleika þess og að lokinni gagnaöflun síðar í dag fær hann málið í hendur. Þá segir í tilkynningunni að ríkislögreglustjóra verði einnig gert viðvart um málið en hann fer með skipunarvald yfir lögreglumönnum og tekur því ákvörðun um hvort lögreglumanninum verður vikið frá störfum um stundarsakir meðan á rannsókn málsins stendur. „Fram að því að ákvörðun um það liggur fyrir mun lögreglumaðurinn ekki sinna störfum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu," segir í tilkynningu lögreglunnar. Myndband af átökunum má sjá hér. Tengdar fréttir Unglingar verið til vandræða upp á síðkastið Egill Pálsson, verslunarstjóri í 10-11 í Grímsbæ segir unglinga hafa verið með ólæti og vesen í búðinni um nokkurn tíma. Á myndbandasíðunni youtube.com er myndskeið sem sýnir lögreglumann taka ungling í búðinni kverkataki en atvikið átti sér stað í gærkvöldi. Egill segist ekki vita hvort um sé að ræða sömu unglinga og verið hafa til vandræða undanfarið. 27. maí 2008 12:54 Móðir fórnarlambsins: Hrottalegar aðfarir lögreglu Móðir piltsins sem lögreglumaður tók kverkataki í verslun 10-11 í gær segir aðfarir lögreglumannsins hrottalegar en fjölskyldan hefur ekki tekið ákvörðun um hvort atvikið verði kært. Lögreglumaðurinn mun ekki sinna lögreglustörfum á meðan málið er í rannsókn. 27. maí 2008 17:00 10-11 strákur ætlar líklega að kæra lögregluna „Við töluðum um það í gær og ætli það endi ekki með því að hann kæri,“ segir vinur piltsins sem staddur var ásamt nokkrum öðrum í verslun 10-11 í Grímsbæ í gærkvöldi þegar lögreglumaður tók 17 ára unglingspilt kverkataki. 27. maí 2008 16:01 Lögreglan skoðar atvik í 10/11 Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að embættið sé að skoða atvik sem varð í 10/11 verslun í gær þegar lögreglumaður réðst að pilti og tók hann kverkataki. 27. maí 2008 12:58 Lögreglumaður tekur ungan pilt kverkataki Lögreglumaður beitir ungan pilt nokkru harðræði í myndbandi sem sett var inn á netið í gær. Svo virðist sem ungir piltar séu grunaðir um þjófnað í verslun 10-11. Einn lögreglumannanna sem mætir á vettvang tekur einn þeirra kverkataki. 27. maí 2008 09:28 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira
Lögreglumaðurinn sem sést taka pilt hálstaki í verslun 10-11 í Grímsbæ á myndbandi á Netinu mun ekki sinna störfum á vegum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á meðan mál hans er í rannsókn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Þar segir að um leið og ábendingar bárust lögreglu um þetta myndband hafi farið af stað athugun á því hvenær þetta hafi gerst og hvaða lögreglumaður væri þarna á ferðinni enda sé framgangan með þeim hætti að það krefst að mati lögreglustjóra rannsóknar. Ríkissaksóknara var þegar gert viðvart um þetta atvik vegna alvarleika þess og að lokinni gagnaöflun síðar í dag fær hann málið í hendur. Þá segir í tilkynningunni að ríkislögreglustjóra verði einnig gert viðvart um málið en hann fer með skipunarvald yfir lögreglumönnum og tekur því ákvörðun um hvort lögreglumanninum verður vikið frá störfum um stundarsakir meðan á rannsókn málsins stendur. „Fram að því að ákvörðun um það liggur fyrir mun lögreglumaðurinn ekki sinna störfum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu," segir í tilkynningu lögreglunnar. Myndband af átökunum má sjá hér.
Tengdar fréttir Unglingar verið til vandræða upp á síðkastið Egill Pálsson, verslunarstjóri í 10-11 í Grímsbæ segir unglinga hafa verið með ólæti og vesen í búðinni um nokkurn tíma. Á myndbandasíðunni youtube.com er myndskeið sem sýnir lögreglumann taka ungling í búðinni kverkataki en atvikið átti sér stað í gærkvöldi. Egill segist ekki vita hvort um sé að ræða sömu unglinga og verið hafa til vandræða undanfarið. 27. maí 2008 12:54 Móðir fórnarlambsins: Hrottalegar aðfarir lögreglu Móðir piltsins sem lögreglumaður tók kverkataki í verslun 10-11 í gær segir aðfarir lögreglumannsins hrottalegar en fjölskyldan hefur ekki tekið ákvörðun um hvort atvikið verði kært. Lögreglumaðurinn mun ekki sinna lögreglustörfum á meðan málið er í rannsókn. 27. maí 2008 17:00 10-11 strákur ætlar líklega að kæra lögregluna „Við töluðum um það í gær og ætli það endi ekki með því að hann kæri,“ segir vinur piltsins sem staddur var ásamt nokkrum öðrum í verslun 10-11 í Grímsbæ í gærkvöldi þegar lögreglumaður tók 17 ára unglingspilt kverkataki. 27. maí 2008 16:01 Lögreglan skoðar atvik í 10/11 Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að embættið sé að skoða atvik sem varð í 10/11 verslun í gær þegar lögreglumaður réðst að pilti og tók hann kverkataki. 27. maí 2008 12:58 Lögreglumaður tekur ungan pilt kverkataki Lögreglumaður beitir ungan pilt nokkru harðræði í myndbandi sem sett var inn á netið í gær. Svo virðist sem ungir piltar séu grunaðir um þjófnað í verslun 10-11. Einn lögreglumannanna sem mætir á vettvang tekur einn þeirra kverkataki. 27. maí 2008 09:28 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira
Unglingar verið til vandræða upp á síðkastið Egill Pálsson, verslunarstjóri í 10-11 í Grímsbæ segir unglinga hafa verið með ólæti og vesen í búðinni um nokkurn tíma. Á myndbandasíðunni youtube.com er myndskeið sem sýnir lögreglumann taka ungling í búðinni kverkataki en atvikið átti sér stað í gærkvöldi. Egill segist ekki vita hvort um sé að ræða sömu unglinga og verið hafa til vandræða undanfarið. 27. maí 2008 12:54
Móðir fórnarlambsins: Hrottalegar aðfarir lögreglu Móðir piltsins sem lögreglumaður tók kverkataki í verslun 10-11 í gær segir aðfarir lögreglumannsins hrottalegar en fjölskyldan hefur ekki tekið ákvörðun um hvort atvikið verði kært. Lögreglumaðurinn mun ekki sinna lögreglustörfum á meðan málið er í rannsókn. 27. maí 2008 17:00
10-11 strákur ætlar líklega að kæra lögregluna „Við töluðum um það í gær og ætli það endi ekki með því að hann kæri,“ segir vinur piltsins sem staddur var ásamt nokkrum öðrum í verslun 10-11 í Grímsbæ í gærkvöldi þegar lögreglumaður tók 17 ára unglingspilt kverkataki. 27. maí 2008 16:01
Lögreglan skoðar atvik í 10/11 Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að embættið sé að skoða atvik sem varð í 10/11 verslun í gær þegar lögreglumaður réðst að pilti og tók hann kverkataki. 27. maí 2008 12:58
Lögreglumaður tekur ungan pilt kverkataki Lögreglumaður beitir ungan pilt nokkru harðræði í myndbandi sem sett var inn á netið í gær. Svo virðist sem ungir piltar séu grunaðir um þjófnað í verslun 10-11. Einn lögreglumannanna sem mætir á vettvang tekur einn þeirra kverkataki. 27. maí 2008 09:28