Innlent

Móðir fórnarlambsins: Hrottalegar aðfarir lögreglu

Móðir piltsins sem lögreglumaður tók kverkataki í verslun 10-11 í gær segir aðfarir lögreglumannsins hrottalegar en fjölskyldan hefur ekki tekið ákvörðun um hvort atvikið verði kært. Lögreglumaðurinn mun ekki sinna lögreglustörfum á meðan málið er í rannsókn.

„Mér finnst þetta hrottalegar aðfarir og þetta hlýtur að vera slæmt fyrir ímynd lögreglunnar að koma svona fram við ungt fólk. Þetta ber vott um mikið virðingarleysi í þeirra garð," segir móðirin í samtali við Vísi og bætir því við að tilhæfulaust ofbeldi sé aldrei réttlætanlegt.

Hún segir að sonur sinn hafi farið til vinnu í morgun en að hann sé aumur í skrokknum eftir aðfarirnar þegar hann var keyrður í gólfið og handjárnaður. Að því loknu var farið með hann niður á lögreglustöð en honum sleppt stuttu síðar.

„Maður hlýtur að spyrja sig hvers konar framkoma þetta sé, þetta hefði getað farið mjög illa," segir hún.

Myndband af atvikinu má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×