Lífið

Bo himinlifandi yfir móttökunum

Sigga Beinteinsdóttir, Svala Björgvinsdóttir, Stefán Hilmarsson, Björgvin Halldórsson, Raggi Bjarna og Logi Bergmann Eiðsson.
Sigga Beinteinsdóttir, Svala Björgvinsdóttir, Stefán Hilmarsson, Björgvin Halldórsson, Raggi Bjarna og Logi Bergmann Eiðsson.

Miðasala á stórtónleikana Jólagestir Björgvins hófst með miklum látum klukkan 10:00 í morgun.

3000 miðar sem voru í boði ruku út með ógnarhraða og var því brugðið á það ráð að bæta strax við aukatónleikum sem verða haldnir sama dag, 6. desember, klukkan 16.

„Það gengur bara ofsalega vel. Við erum alveg himinlifandi yfir móttökunum á þessum síðustu og verstu tímum," svarar Björgvin Halldórsson þegar Vísir spyr hann út í vægast sagt góðar móttökur landans.

Björgvin Halldórsson og Stefán Hilmarsson.

„Við lögðum upp með að gera þetta að árlegum viðburði og þegar þessi ósköp komu yfir vorum við að hugsa hvort við ættum að halda áfram og gera þetta aftur."

„Við fengum mikla hvatningu til að halda tónleika í ár og undirbúningurinn er búinn að standa yfir lengi og við kominn á fullt."

„Ég er sérstaklega ánægður með allt þetta góða fólk sem er með okkur," segir Björgvin að lokum. Hér má nálgast miða á tónleikana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.