McLaren stjórinn afskrifaði titilinn í lokahringnum 3. nóvember 2008 14:54 Martin Whitmarsh var ánægður með titil Lewis Hamilton. mynd: Getty Images Martin Whitmarsh, framkvæmdarstjóri McLaren segir að hann hafi afskrifað titilinn stundarkorn í brasilíska kappakstrinum. Hamilton nældi í titilinn á síðasta beygjukafla brautarinnar. "Við vissum að Hamilton þyrfti að fara framúr einum bíl. Hann átti í vandræðum með að ná Vettel, en við vissum af Timo Glock á þurrdekkjum á blautri braut. En ég var farinn að efast um að Hamilton tækist að ná honum í síðasta hring", sagði Whitmarsh. Regnskvetta af himnum ofan gerði það að verkum að Glock skautaði um brautina og Hamilton náði að smokra sér framúr. Glock fór 20 sekúndum hægar síðasta hringinn. "Við sögum Hamilton að taka ekki áhættu í slagnum við Vettel, því Glock væri skammt undan. Við skoðuðum GPS tækið til að sjá stöðuna og það var sannarlega mjótt á munum að þetta gengi upp. Glock var að tapa tíma, dekkin kólnuðu hjá honum og hann tapaði gripi. Ég spáði í það hvort við hefðum klúðrað titilinum.... en svo sá ég á tímatökuskjánum að Glock varð á eftir okkur og Hamilton var meistari." "Hamilton hélt haus allan tímann og úrslitin í mótinu voru svo sannalega ekki eftir bókinni. Þetta var mögnuð stund", sagði Whitmarsh. Sjá lokastöðuna í stigamótunum Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Martin Whitmarsh, framkvæmdarstjóri McLaren segir að hann hafi afskrifað titilinn stundarkorn í brasilíska kappakstrinum. Hamilton nældi í titilinn á síðasta beygjukafla brautarinnar. "Við vissum að Hamilton þyrfti að fara framúr einum bíl. Hann átti í vandræðum með að ná Vettel, en við vissum af Timo Glock á þurrdekkjum á blautri braut. En ég var farinn að efast um að Hamilton tækist að ná honum í síðasta hring", sagði Whitmarsh. Regnskvetta af himnum ofan gerði það að verkum að Glock skautaði um brautina og Hamilton náði að smokra sér framúr. Glock fór 20 sekúndum hægar síðasta hringinn. "Við sögum Hamilton að taka ekki áhættu í slagnum við Vettel, því Glock væri skammt undan. Við skoðuðum GPS tækið til að sjá stöðuna og það var sannarlega mjótt á munum að þetta gengi upp. Glock var að tapa tíma, dekkin kólnuðu hjá honum og hann tapaði gripi. Ég spáði í það hvort við hefðum klúðrað titilinum.... en svo sá ég á tímatökuskjánum að Glock varð á eftir okkur og Hamilton var meistari." "Hamilton hélt haus allan tímann og úrslitin í mótinu voru svo sannalega ekki eftir bókinni. Þetta var mögnuð stund", sagði Whitmarsh. Sjá lokastöðuna í stigamótunum
Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira