Lífið

Blóðug átök í kringum Jessicu - myndband

Ken Paves og Jessica Simpson.
Ken Paves og Jessica Simpson.

Þegar söngkonan Jessica Simpson og vinur hennar, Ken Paves, hárgreiðslumaður yfirgáfu veitingastað í Los Angeles um helgina slasaðist hann í andliti þegar hann hjálpaði söngkonunni í gegnum ljósmyndaraþvöguna sem beið þeirra fyrir utan veitingahúsið.

Eins og myndirnar og myndbandið sýna slasaðist Ken í andliti eftir að ljósmyndari virðist hafa rekið myndavél í hann á leið hans út í bíl með þeim afleiðingum að það blæddi úr andliti hans.

Kvöldið hjá Jessicu og Ken endaði á slysavarðsstofu þar sem saumuð voru nokkur spor í andliti mannsins.

Sjá myndbandið hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.