Di Grassi kveðst líklegur arftaki Piquet 24. október 2008 10:58 Lucas di Grassi hefur verið þróunarökumaður og stendur hér að baki Alonso og Piquet ásamt Roman Grosejan. Mynd: Getty Images Brasilíumaðurinn Lucas di Grassi segist vongóður um að taka sæti Nelson Piquet hjá Renault á næsta keppnistímabili. Piquet hefur verið mistækur á árinu, en di Grassi var í fremstu röð í GP 2 mótaröðinni á árinu, auk þess að vera þróunarökumaður Renault. GP 2 mótaröðin hefur alið af sér marga Formúlu 1 ökumenn og Flavio Briatore hjá Renault gaf það í skyn á dögunum að Piquet gæti verið á útleið. "Ég vil stíga næsta skref og komast í Formúlu 1 og það er góður möguleiki á að ég verði í þeirri mótaröð á næsta ári. Renault er fyrsti kostur minn, en ef ég fæ leyfi, þá myndi ég leit til annarra liða," sagði di Grassi. Honda og Torro Rosso eiga enn eftir að staðfesta ökumenn sína og reyndar Renault líka, en flest bendir til að Fernando Alonso verði áfram hjá liðinu. "Þetta er undir Renault komið, sem hefur fyrsta rétt á störfum mínum. Ég er að bíða eftir ákvörðun þeirra, eða hvort ég fæ leyfi til að tala við aðra aðila," sagði di Grassi. Báðir ökumenn eru Brasilíumenn og lokamótið í Formúlunni verður einmitt í Brasilíu um aðra helgi. Þá ræðst hvort Brasilíumaðurinn Felipe Massa eða Bretinn Lewis Hamilton verður heimsmeistari. Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Brasilíumaðurinn Lucas di Grassi segist vongóður um að taka sæti Nelson Piquet hjá Renault á næsta keppnistímabili. Piquet hefur verið mistækur á árinu, en di Grassi var í fremstu röð í GP 2 mótaröðinni á árinu, auk þess að vera þróunarökumaður Renault. GP 2 mótaröðin hefur alið af sér marga Formúlu 1 ökumenn og Flavio Briatore hjá Renault gaf það í skyn á dögunum að Piquet gæti verið á útleið. "Ég vil stíga næsta skref og komast í Formúlu 1 og það er góður möguleiki á að ég verði í þeirri mótaröð á næsta ári. Renault er fyrsti kostur minn, en ef ég fæ leyfi, þá myndi ég leit til annarra liða," sagði di Grassi. Honda og Torro Rosso eiga enn eftir að staðfesta ökumenn sína og reyndar Renault líka, en flest bendir til að Fernando Alonso verði áfram hjá liðinu. "Þetta er undir Renault komið, sem hefur fyrsta rétt á störfum mínum. Ég er að bíða eftir ákvörðun þeirra, eða hvort ég fæ leyfi til að tala við aðra aðila," sagði di Grassi. Báðir ökumenn eru Brasilíumenn og lokamótið í Formúlunni verður einmitt í Brasilíu um aðra helgi. Þá ræðst hvort Brasilíumaðurinn Felipe Massa eða Bretinn Lewis Hamilton verður heimsmeistari.
Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira