Tuggur tvær Guðmundur Andri Thorsson skrifar 3. nóvember 2008 06:30 Fyrir utan heilræðið um að við eigum nú að reyna að vera góð við börnin okkar - rétt eins og eitthvað annað hafi staðið til - þá held ég að tvær tuggur ráðamanna séu einna óbærilegastar um þessar mundir. Önnur er sú að auðvelt sé að vera vitur eftirá. Hvernig gátuð þið látið þetta gerast? er spurt og svarandinn - fyrrum bankaeigandi, auðjöfur, bankastjóri, ráðherra, yfirmaður fjármálaeftirlits, sölumaður norðurljósa - einhver klúðrarinn - ekur sér dálítið í stólnum, brosir pirraður og segir loks og reynir að hljóma eins og hann sé að tala við fábjána: Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftirá … Þetta er einn af þessum ömurlegu orðaleppum sem fólk notar til að þurfa ekki að tala. Í stað þess að ræða málin kemur þetta. Allt eins mætti segja: Æ, dinglaðu þér. Þetta er dæmigert fyrir hið umræðufælna samfélag gærdagsins þar sem hvers kyns tilraun til sundurgreinandi samræðu er eitur í beinum höfðingjanna sem vildu helst fá að halda áfram að gelta sínar fyrirskipanir. Getur verið að þeir sem eiga svona auðvelt með að vera vitrir eftirá séu þá jafnframt heimskir fyrirfram? Og það er auðvelt að vera heimskur fyrirfram … Eða hvað? Hvernig stendur þá á því að þessir ráðamenn streitast enn við að nota sömu úrræðin og þeir notuðu áður en eftirviskan vitraðist þeim svo auðveldlega? Er kannski erfitt að vera vitur eftirá? Kannski erfitt að vera vitur yfirleitt - og auðvelt að vera vitlaus? Þegar Davíð Oddsson er gagnrýndur segir blaðafulltrúi hans Geir Haarde jafnan að ekki megi „persónugera vandann". Hann talar eins og bókmenntafræðingur. Þegar hafið stynur, grasið syngur og fjöllin gráta í skáldskap er slíkt nefnt persónugerving, enda fyrirbærum náttúrunnar gefnir mannlegir eiginleikar. Geir vill með þessu telja okkur trú um að vandinn sé náttúruhamfarir og hafi ekki mannlega ásjónu - og alls ekki Davíðs. Að sjálfsögðu ristir vandi Íslendinga dýpra en svo að Davíð Oddssyni verði einum kennt um hann eða að brotthvarf hans sé eina forsenda endurreisnarstarfsins. Eitt er það að fjórflokkakerfið - með einum fimmta flokki sem veit ekki alveg hvað hann er - virðist í senn merkilega lífseigt og ófært um að endurspegla hugmyndastrauma og andstæðar skoðanir samfélagsins, til dæmis í afstöðu til Evrópu þar sem stjórnmálamenn hafa lengi verið á eftir almenningi og hagsmunasamtökum atvinnulífsins, nema kvótakónga. Og ríkisstjórnin er einhvers konar pattstjórn. Eða kannski leppstjórn - í þeim skilningi að hinir andstæðu flokkar eru svo uppteknir af því að leppa menn andstæðingsins að útkoman er patt. En allt í lagi: Setjum svo að hér hafi utanaðkomandi hamfarir gengið yfir þjóðina, sambærilegar við það þegar stormurinn Katarina lagði New Orleans í rúst í Bandaríkjunum. Þá þóttu flóðavarnir Bush-stjórnarinnar með þeim hætti að flestir sem ábyrgð báru á því voru látnir víkja úr embætti, og sjálfur forsetinn og varaforseti ærulausir menn. Það er nefnilega svo í siðuðum samfélögum með lýðræðishefð að menn í ábyrgðarstöðum þurfa að axla þá ábyrgð þegar sýnt þykir að þeir hafi brugðist á örlagastundu. Þegar kjósendur afþakka krafta tiltekinna stjórnmálamanna í kosningum má vissulega segja að þeir séu að „persónugera vandann" en málið er að það eru nú einu sinni persónur sem taka að sér úrlausn tiltekinna mála og standa þess vegna fyrir ákveðin úrræði í huga fólks. Davíð Oddsson er bara óvart persónugervingur alls kyns hugmynda og úrræða. Hann var persónugervingur góðærisins og nú er hann persónugervingur þess að hafa veðjað ranglega á Ameríku í stað Evrópu - og persónugervingur þeirrar öfgafullu reiðareksstefnu í peningamálum sem kom þjóðinni svo sannarlega á vonarvöl. Jafnvel þótt hann væri óskeikull eins og Geir og aðrir meðreiðarsveinar hans virðast halda - já meira að segja þótt hann kynni eitthvað í hagfræði - þá skiptir það ekki lengur máli. Allt er um seinan. Hann mun aldrei öðlast þá virðingu sem embættið þarf sárlega á að halda. Þjóðin mun aldrei fylgja honum neitt. Geir Haarde þarf að spyrja sig: Þarf sátt um Seðlabankann? Þarf Seðlabankinn traust innanlands og utan? Þarf þjóðin að taka mark á seðlabankastjóra? Sé svarið nei við þessum spurningum - þá heldur hann Davíð. Það var sögulegt hlutverk Geirs Haarde að leiða þjóðina frá stefnu Davíðs og í átt að öryggi og evru - til þess hlaut hann brautargengi þjóðar og flokks - en hann brást þessu hlutverki sínu og það kemur í hlut annars að inna það af hendi, með harmkvælum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Fyrir utan heilræðið um að við eigum nú að reyna að vera góð við börnin okkar - rétt eins og eitthvað annað hafi staðið til - þá held ég að tvær tuggur ráðamanna séu einna óbærilegastar um þessar mundir. Önnur er sú að auðvelt sé að vera vitur eftirá. Hvernig gátuð þið látið þetta gerast? er spurt og svarandinn - fyrrum bankaeigandi, auðjöfur, bankastjóri, ráðherra, yfirmaður fjármálaeftirlits, sölumaður norðurljósa - einhver klúðrarinn - ekur sér dálítið í stólnum, brosir pirraður og segir loks og reynir að hljóma eins og hann sé að tala við fábjána: Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftirá … Þetta er einn af þessum ömurlegu orðaleppum sem fólk notar til að þurfa ekki að tala. Í stað þess að ræða málin kemur þetta. Allt eins mætti segja: Æ, dinglaðu þér. Þetta er dæmigert fyrir hið umræðufælna samfélag gærdagsins þar sem hvers kyns tilraun til sundurgreinandi samræðu er eitur í beinum höfðingjanna sem vildu helst fá að halda áfram að gelta sínar fyrirskipanir. Getur verið að þeir sem eiga svona auðvelt með að vera vitrir eftirá séu þá jafnframt heimskir fyrirfram? Og það er auðvelt að vera heimskur fyrirfram … Eða hvað? Hvernig stendur þá á því að þessir ráðamenn streitast enn við að nota sömu úrræðin og þeir notuðu áður en eftirviskan vitraðist þeim svo auðveldlega? Er kannski erfitt að vera vitur eftirá? Kannski erfitt að vera vitur yfirleitt - og auðvelt að vera vitlaus? Þegar Davíð Oddsson er gagnrýndur segir blaðafulltrúi hans Geir Haarde jafnan að ekki megi „persónugera vandann". Hann talar eins og bókmenntafræðingur. Þegar hafið stynur, grasið syngur og fjöllin gráta í skáldskap er slíkt nefnt persónugerving, enda fyrirbærum náttúrunnar gefnir mannlegir eiginleikar. Geir vill með þessu telja okkur trú um að vandinn sé náttúruhamfarir og hafi ekki mannlega ásjónu - og alls ekki Davíðs. Að sjálfsögðu ristir vandi Íslendinga dýpra en svo að Davíð Oddssyni verði einum kennt um hann eða að brotthvarf hans sé eina forsenda endurreisnarstarfsins. Eitt er það að fjórflokkakerfið - með einum fimmta flokki sem veit ekki alveg hvað hann er - virðist í senn merkilega lífseigt og ófært um að endurspegla hugmyndastrauma og andstæðar skoðanir samfélagsins, til dæmis í afstöðu til Evrópu þar sem stjórnmálamenn hafa lengi verið á eftir almenningi og hagsmunasamtökum atvinnulífsins, nema kvótakónga. Og ríkisstjórnin er einhvers konar pattstjórn. Eða kannski leppstjórn - í þeim skilningi að hinir andstæðu flokkar eru svo uppteknir af því að leppa menn andstæðingsins að útkoman er patt. En allt í lagi: Setjum svo að hér hafi utanaðkomandi hamfarir gengið yfir þjóðina, sambærilegar við það þegar stormurinn Katarina lagði New Orleans í rúst í Bandaríkjunum. Þá þóttu flóðavarnir Bush-stjórnarinnar með þeim hætti að flestir sem ábyrgð báru á því voru látnir víkja úr embætti, og sjálfur forsetinn og varaforseti ærulausir menn. Það er nefnilega svo í siðuðum samfélögum með lýðræðishefð að menn í ábyrgðarstöðum þurfa að axla þá ábyrgð þegar sýnt þykir að þeir hafi brugðist á örlagastundu. Þegar kjósendur afþakka krafta tiltekinna stjórnmálamanna í kosningum má vissulega segja að þeir séu að „persónugera vandann" en málið er að það eru nú einu sinni persónur sem taka að sér úrlausn tiltekinna mála og standa þess vegna fyrir ákveðin úrræði í huga fólks. Davíð Oddsson er bara óvart persónugervingur alls kyns hugmynda og úrræða. Hann var persónugervingur góðærisins og nú er hann persónugervingur þess að hafa veðjað ranglega á Ameríku í stað Evrópu - og persónugervingur þeirrar öfgafullu reiðareksstefnu í peningamálum sem kom þjóðinni svo sannarlega á vonarvöl. Jafnvel þótt hann væri óskeikull eins og Geir og aðrir meðreiðarsveinar hans virðast halda - já meira að segja þótt hann kynni eitthvað í hagfræði - þá skiptir það ekki lengur máli. Allt er um seinan. Hann mun aldrei öðlast þá virðingu sem embættið þarf sárlega á að halda. Þjóðin mun aldrei fylgja honum neitt. Geir Haarde þarf að spyrja sig: Þarf sátt um Seðlabankann? Þarf Seðlabankinn traust innanlands og utan? Þarf þjóðin að taka mark á seðlabankastjóra? Sé svarið nei við þessum spurningum - þá heldur hann Davíð. Það var sögulegt hlutverk Geirs Haarde að leiða þjóðina frá stefnu Davíðs og í átt að öryggi og evru - til þess hlaut hann brautargengi þjóðar og flokks - en hann brást þessu hlutverki sínu og það kemur í hlut annars að inna það af hendi, með harmkvælum.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun