Verðtrygging Gunnar Tómasson skrifar 3. nóvember 2008 05:00 Árið 1983 var vísitölutrygging launa afnumin til að koma böndum á óðaverðbólgu sem keyrð var áfram af útlánaþenslu bankanna og tvíefld með samspili vísitölutryggðra launa og verðtryggðra lána. Hins vegar var ekki snert við verðtryggingunni. Þá um haustið spurði ég þáverandi fjármálaráðherra, Albert Guðmundsson, hvers vegna verðtrygging lána hefði ekki verið afnumin. Albert svaraði að ráðgjafar stjórnvalda hefðu mælt gegn því þar sem verðtrygging væri samningsbundin. Líkt og vísitölutrygging launa! Á þessum árum vann ég sem hagfræðingur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þegar ég frétti af afnámi vísitölutryggingar launa og áframhaldandi verðtryggingu skrifaði ég bréf til áhrifamanns í íslenzku samfélagi, þar sem ég gagnrýndi harðlega aðgerðir stjórnvalda og sagði þær vera herfilegustu hagstjórnarmistök frá upphafi lýðveldisins. Hér væri tjaldað til einnar nætur. Ástæðan var sú að verðtrygging er skálkaskjól stjórnvalda sem hafa hvorki haft vilja né getu til að stjórna peningamálum Íslands. Stjórnvalda sem létu það viðgangast að útlán bankanna jukust um 3450% (þetta er ekki ritvilla) áratuginn 1970-1979 og um nánast sama hlutfall á árunum 1980-1989. Þótt árin eftir 1983 hafi verið skuldsettum heimilum erfið, gætu þau orðið barnaleikur í samanburði við þær þrengingar sem nú blasa við. Vandinn nú er þeim mun erfiðari úrlausnar að á síðustu 25 árum hefur lífeyrissjóðakerfi landsmanna dafnað í skálkaskjóli stjórnvalda sem um langt árabil hafa látið gott heita að útlán héldu áfram að vaxa með margföldum vaxtarhraða þjóðarframleiðslu. Samtímis hefur orðið breyting á tekjuskiptingu þannig að greiðslubyrði banka- og lífeyrissjóðslána hefur hækkað sem hlutfall af rauntekjum þeirra sem hafa borið skarðan hlut frá borði. Það er skammgóður vermir fyrir lántakendur að verðbætur leggjast á höfuðstól en koma ekki til innheimtu strax. Það verðbólguskot sem nú er væntanlega á byrjunarstigi, ört vaxandi atvinnuleysi og minnkandi rauntekjur ásamt fallandi eignaverði mun sýna að verðtrygging er argvítugur staðgengill fyrir trausta og skilvirka stjórn íslenzkra peningamála. Hér er verk að vinna fyrir stjórnvöld og lífeyrissjóði. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Árið 1983 var vísitölutrygging launa afnumin til að koma böndum á óðaverðbólgu sem keyrð var áfram af útlánaþenslu bankanna og tvíefld með samspili vísitölutryggðra launa og verðtryggðra lána. Hins vegar var ekki snert við verðtryggingunni. Þá um haustið spurði ég þáverandi fjármálaráðherra, Albert Guðmundsson, hvers vegna verðtrygging lána hefði ekki verið afnumin. Albert svaraði að ráðgjafar stjórnvalda hefðu mælt gegn því þar sem verðtrygging væri samningsbundin. Líkt og vísitölutrygging launa! Á þessum árum vann ég sem hagfræðingur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þegar ég frétti af afnámi vísitölutryggingar launa og áframhaldandi verðtryggingu skrifaði ég bréf til áhrifamanns í íslenzku samfélagi, þar sem ég gagnrýndi harðlega aðgerðir stjórnvalda og sagði þær vera herfilegustu hagstjórnarmistök frá upphafi lýðveldisins. Hér væri tjaldað til einnar nætur. Ástæðan var sú að verðtrygging er skálkaskjól stjórnvalda sem hafa hvorki haft vilja né getu til að stjórna peningamálum Íslands. Stjórnvalda sem létu það viðgangast að útlán bankanna jukust um 3450% (þetta er ekki ritvilla) áratuginn 1970-1979 og um nánast sama hlutfall á árunum 1980-1989. Þótt árin eftir 1983 hafi verið skuldsettum heimilum erfið, gætu þau orðið barnaleikur í samanburði við þær þrengingar sem nú blasa við. Vandinn nú er þeim mun erfiðari úrlausnar að á síðustu 25 árum hefur lífeyrissjóðakerfi landsmanna dafnað í skálkaskjóli stjórnvalda sem um langt árabil hafa látið gott heita að útlán héldu áfram að vaxa með margföldum vaxtarhraða þjóðarframleiðslu. Samtímis hefur orðið breyting á tekjuskiptingu þannig að greiðslubyrði banka- og lífeyrissjóðslána hefur hækkað sem hlutfall af rauntekjum þeirra sem hafa borið skarðan hlut frá borði. Það er skammgóður vermir fyrir lántakendur að verðbætur leggjast á höfuðstól en koma ekki til innheimtu strax. Það verðbólguskot sem nú er væntanlega á byrjunarstigi, ört vaxandi atvinnuleysi og minnkandi rauntekjur ásamt fallandi eignaverði mun sýna að verðtrygging er argvítugur staðgengill fyrir trausta og skilvirka stjórn íslenzkra peningamála. Hér er verk að vinna fyrir stjórnvöld og lífeyrissjóði. Höfundur er hagfræðingur.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun