Breiðablik vann ÍR 75-71 í Iceland Express deildinni í kvöld. Þetta var annar sigur Blika í röð en þeir sitja í fjórða sæti deildarinnar. Breiðhyltingar eru hinsvegar enn stigalausir á botninum.
Nemanja Sovic var stigahæstur hjá Breiðabliki með 31 stig en Eiríkur Önundarson skoraði 27 stig fyrir ÍR-inga og Ómar Sævarsson 19 stig.
Keflavík er með sex stig líkt og Breiðablik en Suðurnesjamenn unnu 67-62 útisigur á Snæfelli í kvöld. KR komst upp að hlið Grindavíkur á toppi deildarinnar en bæði lið eru með fullt hús eftir fimm umferðir.
KR vann 122-92 útisigur gegn FSu í kvöld. Jón Arnór Stefánsson skoraði 29 stig fyrir KR og Jakob Sigurðarson var með 21 stig.