Tónlist

Amnesty með tónleika

Ellen Kristjánsdóttir og bróðir hennar KK spila á tónleikum Amnesty International.
Ellen Kristjánsdóttir og bróðir hennar KK spila á tónleikum Amnesty International.
Amnesty International fagnar 60 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna með tónleikum í Listasafni Reykja-víkur, Hafnarhúsinu á alþjóðlega mannréttindadaginn 10. desember.

Á tónleikunum koma fram Ellen Kristjánsdóttir ásamt hljómsveit, KK, Jónas Ingimundarson, Vadim Federov, Hjörleifur Valsson, Gissur Páll Gissurarson, Hulda Björk Garðarsdóttir, Haukur Gröndal, ásamt hljómsveitinni Bardukha, Leone Tinganelli ásamt tríóinu Delizie Italiane og Stúlknakór Reykjavíkur undir stjórn Guðrúnar Árnýjar Guðmundsdóttur við undirleik Ástríðar Haraldsdóttur.

Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 og er miðaverð 1.500. Forsala fer fram í Tónastöðinni og á skrifstofu Amnesty International.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×