Formúla 1

Hamilton getur unnið með yfirburðum

AFP

Fyrrum heimsmeistarinn Damon Hill segir að Lewis Hamilton hjá McLaren geti verið búinn að tryggja sér heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu 1 nokkru áður en tímabilinu lýkur.

Hill, sem sjálfur varð heimsmeistari árið 1996, hefur óbilandi trú á hinum 23 ára gamla Hamilton sem hefur unnið tvær keppnir í röð og hefur nú fjögurra stiga forystu í keppni ökumanna.

"Hamilton sigraði með yfirburðum í sálfræðistríðinu á Silverstone. Hann er kominn í mikið stuð og það sást mjög greinilega í Þýskalandi. Ég er ekki frá því að hann klári titilbaráttuna áður en tímabilinu lýkur," sagði Hill.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×