Viðskipti innlent

Annar veruleiki við upphaf viðskipta

Frá hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum.
Frá hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum. Mynd/AP

Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, féll um 2,5 prósent þegar viðskipti hófust á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Gengið hafði rokið upp um 25 prósent í utanþingsviðskiptum. Gengi bréfa í fyrirtækinu stendur nú í 1,56 dölum á hlut. Fyrir opnun viðskipta fór gengið í tvo dali á hlut.

Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum lækkaði almennt í fyrstu viðskiptum þrátt fyrir góðar fréttir af byggingamarkaði en nýbyggingum fjölgaði um 8,2 prósent á milli mánaða.

Þannig hefur Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkað um 0,13 prósent og Nasdaq-vísitalan um 0,43 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×