Körfubolti

Carlisle tekinn við Dallas

Carlisle (tv) er hér við hlið Mark Cuban, eiganda Dallas á blaðamannafundinum í gær
Carlisle (tv) er hér við hlið Mark Cuban, eiganda Dallas á blaðamannafundinum í gær NordcPhotos/GettyImages

Rick Carlisle hefur verið ráðinn þjálfari Dallas Mavericks í NBA deildinni í körfubolta. Hann tekur við af fyrrum þjálfara ársins, Avery Johnson, sem var rekinn eftir að liðið féll úr leik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Carlisle er sjálfur fyrrum þjálfari ársins og gerði góða hluti með Detroit og Indiana á síðustu árum. Hann var kynntur til leiks í Dallas á blaðamannafundi í gær og tilkynnti strax um áform sín með liðið.

Hann ætlar að láta Dallas-liðið spila hratt og það er eitthvað sem ætti að falla mönnum eins og Dirk Nowitzki - og ekki síður Jason Kidd - vel í geð.

Dirk Nowitzki hefur þegar lýst yfir ánægju sinni með ráðninguna, en Carlisle var eini maðurinn sem fór í viðtal vegna starfsins og landaði því örugglega.

"Við ætlum að hlaupa, hlaupa og hlaupa. Það þýðir samt ekki að við ætlum að gleyma varnarleiknum, því eins og menn muna, komst þetta lið ekki í lokaúrslit á sínum tíma fyrr en það fór að spila góða vörn," sagði Carlisle á blaðamannafundinum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×