Bakvörðurinn Ben Gordon hefur skrifað undir eins árs framlengingu á samningi sínum við Chicago Bulls í NBA deildinni.
Gordon hafði verið lengi í samningaþrefi við félagið og vildi gera langtímasamning, en niðurstaðan varð sú að Gordon verður hjá liðinu út næsta keppnistímabil á tiltölulega lágum launum en verður svo laus allra mála næsta sumar.
Gordon hefur verið stigahæsti leikmaður Bulls síðustu þrjú tímabil og var með 18,6 stig að meðaltali í leik síðasta vetur.
Hann var valinn þriðji í af Chicago í nýliðavalinu árið 2004.