Fótbolti

Shevchenko fer ekki til Milan

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andriy Shevchenko, leikmaður Chelsea.
Andriy Shevchenko, leikmaður Chelsea. Nordic Photos / Getty Images
Andriy Shevchenko fer ekki til AC Milan á nýjan leik eftir því sem forseti félagsins, Silvano Ramacconi, segir.

Shevchenko kom til Chelsea frá AC Milan en hefur ekki náð sér á strik í Englandi. Hann þiggur 130 þúsund pund í laun í hverri viku og var orðrómur á kreiki að félagið væri reiðbúið að lána hann til AC Milan gegn því að félagið greiddi launakostnað hans.

Eftir því sem Ramacconi segir vildu forsvarsmenn Chelsea aðeins selja Shevchenko en ekki lána hann.

„Allar viðræður um Shevchenko hafa verið frystar. Við buðum lánssamning en Chelsea neitaði og vildu aðeins selja hann," sagði Ramacconi.

Milan hefur þegar fengið þá Ronaldinho, Gianluca Zambrotta og Mathieu Flamini nú í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×