Viðskipti innlent

Baugur og fleiri fyrirtæki á leið úr landi

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson.

Eignarhaldsfélög í meirihlutaeigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu hans verða á næstunni skráð erlendis. Baugur Group er þar á meðal. Þetta hefur Vísir eftir áreiðanlegum heimildum. Þetta er gert í ljósi laga hér á landi sem gera Jóni Ásgeiri óheimilt að sitja í stjórnum fyrirtækja í kjölfar þess að Hæstiréttur dæmdi hann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Fullnustu refsingarinnar var frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum.

Sökum þessa er Jóni Ásgeiri óheimilt að sitja í stjórnum fyrirtækja hér á landi næstu þrjú árin, en í 66. grein hlutafélagalaga segir að stjórnarmenn eða framkvæmdastjórar megi ekki hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað í tengslum við atvinnurekstur.

Reglur á borð við þessa munu vera vandfundnar í nágrannalöndum okkar og því getur Jón setið áfram í stjórnum félagana verði þau skráð erlendis.

Félögin sem um ræðir eru Baugur Group, Gaumur, Styrkur, Stoðir, 101 Capital og jafnvel fleiri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×