Lífið

Airwaves aldrei glæsilegri á afmælisári

Þorsteinn Stephensen, eigandi Hr. Örlygs, á blaðamannafundinum í dag.
Þorsteinn Stephensen, eigandi Hr. Örlygs, á blaðamannafundinum í dag. MYND/Vilhelm

CSS, Yelle, Crystal Castles og Simian Mobile Disco eru á meðal hljómsveita sem troða munu upp á Iceland Airwaves hátíðinni í ár. Rétt í þessu var að ljúka blaðamannafundi á veitingastaðnum Panoroma þar sem Þorsteinn Stephensen, eigandi Hr. Örlygs sem á og rekur Iceland Airwaves tónlistarhátíðina, fór yfir þann styr sem staðið hefur um hátíðina að undanförnu.

Á fundinum kom meðal annars fram að Airwaves verður framvegis rekin af dótturfélagi Hr. Örlygs og því mun endurskoðað uppgjör hátíðarinnar liggja fyrir að henni lokinni og verður það öllum aðgengilegt.

Einnig var tilkynnt um þá listamenn sem staðfest hafa komu sína á hátíðina í ár. Þekktustu nöfnin á þeim lista eru CSS frá Brasilíu, Yelle frá Frakklandi, Final Fantasy (strengjaútsetjari Arcade Fire) og ofurdanshljómsveitin Simian Mobile Disco. Einnig koma fram á hátíðinni listamenn á borð við Crystal Castles, These New Puritans, Handsome Furs, Dirty Projectors, White Lies, Young Knives, Junior Boys og Familjen.

Meðal íslenskra listamanna sem koma fram á hátíðinni í ár eru Gus Gus, Sprengjuhöllin, Dr. Spock, Seabear, Skakkamanage, Retro Stefson, Glutus Maximus, Reykjavík!, Dýrðin, Dikta, FM Belfast, Borko, Ghostigital, Hjaltalín og Steed Lord.

Fullyrti Þorsteinn að hátíðin í ár verði sú stærsta og glæsilegasta hingað til enda fagnar Iceland Airwaves tíu ára afmæli á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.