Lífið

Setja viðskiptabann á Breta

Aðgerðir Brown hafa ekki vakið mikla lukku.
Aðgerðir Brown hafa ekki vakið mikla lukku.
Verslunin Parket og gólf hefur fyrir sitt leiti sett viðskiptabann á Bretland. Í glugga verslunarinnar hefur undanfarið mátt sjá stóra rauða borða með áletruninni „VIÐ SELJUM ENGAR BRESKAR VÖRUR".

Parket og gólf hafa raunar lítið verslað við Bretland fram að þessu, að því er fram kemur í tilkynningu frá versluninni. Þar er haft eftir Skafta Harðarsyni, framkvæmdastjóra Parkets og gólfs, að það gefi augaleið að viðskipti við Englendinga verði engan meðan svo köldu andar í samskiptum þjóðarinnar.

Skafti hefur rekið gólfefnaverslanir í Bretlandi, og ber því engan kala til hins almenna Breta. Ljóst sé að þeir beri ekki ábyrgð á aðgerðum stjórnvalda í London. Bretar búsettir hér á landi séu velkomnir í búðina.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.