Erlent

Hafa fundið lyf gegn Alzheimer sjúkdóminum

Breskir vísindamenn hafa þróað lyf sem vinnur gegn Alzheimer-sjúkdóminum

Prófanir með lyfið sem kallast Rember, lofa mjög góðu. Í frétt um málið á BBC fréttastöðinni segir að af þeim 320 Alzheimer-sjúklingum sem lyfið var prófað á reyndust rúmlega 80% þeirra ná töluverðum bata.

Prófanir með lyfið fóru fram í háskólanum í Aberdeen og segja vísindamennirnir þar að lyfið dragi úr uppbyggingu á sérstöku prótíni í heilanum. Sérfræðingar í Alzheimers-sjúkdóminum hafa fagnað þessum rannsóknum en segja að frekari prófanir þurfi að gera á lyfinu. Hinsvegar virðist sem fyrsta raunverulega lækningin á Alzheimer sé fundin.

Sá sem stjórnaði rannsókninni, prófessor Claude Wischik segir að lyfið gæti farið á almennan markað árið 2012.

Umfangsmikil rannsókn á lyfinu er áformuð á næsta ári og þá á að kanna hvort hægt sé að nota það til að koma í veg fyrir að fólk fái Alzheimer.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×