Forsetahjónin fara til Mexíkó 6. mars 2008 16:00 Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff. Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú halda í opinbera heimsókn til Mexíkó eftir helgina og stendur hún dagana 11.-13. mars. Þetta í fyrsta skipti sem forseti Íslands fer í opinbera heimsókn til Mexíkó og raunar til lands í latnesku Ameríku. Á undanförnum árum hafa tengsl milli landanna aukist og vaxandi áhugi er á meiri viðskiptum og samvinnu á vettvangi háskólamenntunar og vísinda, rannsókna og orkumála. Í fylgd með forseta verða Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og embættismenn frá utanríkisráðuneyti, menntamálaráðuneyti og skrifstofu forseta. Einnig fylgir forseta í ferðinni til Mexíkó viðskiptasendinefnd skipuð fulltrúum um 15 fyrirtækja og hefur Útflutningsráð annast skipulagningu ferðar hennar. Heimsóknin hefst þriðjudaginn 11. mars með því að forseti Íslands leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða um frelsishetjur Mexíkó. Þá tekur við hátíðleg móttökuathöfn við Þjóðarhöllina í Mexíkóborg þar sem forsetar beggja landa munu flytja ávörp. Í kjölfarið fylgir svo viðræðufundur forseta Mexíkó og Íslands ásamt ráðherrum og sendinefndum beggja landa. Um hádegisbil að staðartíma munu menntamálaráðherra Íslands og ráðherrar úr ríkisstjórn Mexíkó að viðstöddum forsetum beggja landa staðfesta samning um afnám tvísköttunar milli landanna og samkomulag um rannsóknir og aðra samvinnu á vettvangi jarðhita. Ráðherra mun jafnframt greina frá nýjum áföngum í samstarfi landanna á sviði háskólamenntunar og hafrannsókna. Eftir athöfnina tekur við blaðamannafundur og hátíðarmálsverður forseta Mexíkó til heiðurs forseta Íslands. Síðdegis þann 11. mars býður sendiherra Íslands í Mexíkó, Albert Jónsson, Íslendingum búsettum í Mexíkó og öðrum gestum til móttöku. Að kvöldi fyrsta dags heimsóknarinnar til Mexíkó flytur forseti Íslands fyrirlestur og tekur þátt í samræðum um loftslagsbreytingar og nýjar leiðir í orkubúskap veraldar á fundi Alþjóðamálaráðs Mexíkó. Í ráðinu sitja áhrifamenn á sviði stjórnmála, viðskipta og vísinda. Að morgni miðvikudagsins 12. mars verður efnt til hringborðsumræðna um orkumál og menntasamvinnu. Meðal þátttakenda verða forseti Íslands og menntamálaráðherra, Georgina Kessel orkumálaráðherra Mexíkó, fulltrúar mexíkóskra orkufyrirtækja auk fulltrúa frá íslenskum orkufyrirtækjum og háskólum. Þá tekur við kynningarfundur Latabæjar sem náð hefur mikilsverðum áföngum í samstarfi við mexíkóskt fjölmiðlafyrirtæki og verslanakeðju. Markmiðið er að kynna þann árangur sem boðskapur Latabæjar um hreyfingu, mataræði og heilbrigði ungmenna hefur skilað. Síðdegis miðvikudaginn 12. mars mun forseti Íslands m.a. heimsækja háskóla í Mexíkóborg, Tecnológico de Monterrey og flytja þar fyrirlestur. Á síðasta heimsóknardegi liggur leiðin til borgarinnar Xalapa í fylkinu Veracruz. Þar heimsækja forseti og fylgdarlið rannsóknarstofnun í umhverfismálum, þar sem forseti flytur fyrirlestur. Einnig mun forseti kynna sér starfsemi stofnana á sviði hafrannsókna og heimsækja háskólann í fylkinu. Forseti og fylgdarlið halda áleiðis heim til Íslands föstudaginn 14. mars. Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum Sjá meira
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú halda í opinbera heimsókn til Mexíkó eftir helgina og stendur hún dagana 11.-13. mars. Þetta í fyrsta skipti sem forseti Íslands fer í opinbera heimsókn til Mexíkó og raunar til lands í latnesku Ameríku. Á undanförnum árum hafa tengsl milli landanna aukist og vaxandi áhugi er á meiri viðskiptum og samvinnu á vettvangi háskólamenntunar og vísinda, rannsókna og orkumála. Í fylgd með forseta verða Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og embættismenn frá utanríkisráðuneyti, menntamálaráðuneyti og skrifstofu forseta. Einnig fylgir forseta í ferðinni til Mexíkó viðskiptasendinefnd skipuð fulltrúum um 15 fyrirtækja og hefur Útflutningsráð annast skipulagningu ferðar hennar. Heimsóknin hefst þriðjudaginn 11. mars með því að forseti Íslands leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða um frelsishetjur Mexíkó. Þá tekur við hátíðleg móttökuathöfn við Þjóðarhöllina í Mexíkóborg þar sem forsetar beggja landa munu flytja ávörp. Í kjölfarið fylgir svo viðræðufundur forseta Mexíkó og Íslands ásamt ráðherrum og sendinefndum beggja landa. Um hádegisbil að staðartíma munu menntamálaráðherra Íslands og ráðherrar úr ríkisstjórn Mexíkó að viðstöddum forsetum beggja landa staðfesta samning um afnám tvísköttunar milli landanna og samkomulag um rannsóknir og aðra samvinnu á vettvangi jarðhita. Ráðherra mun jafnframt greina frá nýjum áföngum í samstarfi landanna á sviði háskólamenntunar og hafrannsókna. Eftir athöfnina tekur við blaðamannafundur og hátíðarmálsverður forseta Mexíkó til heiðurs forseta Íslands. Síðdegis þann 11. mars býður sendiherra Íslands í Mexíkó, Albert Jónsson, Íslendingum búsettum í Mexíkó og öðrum gestum til móttöku. Að kvöldi fyrsta dags heimsóknarinnar til Mexíkó flytur forseti Íslands fyrirlestur og tekur þátt í samræðum um loftslagsbreytingar og nýjar leiðir í orkubúskap veraldar á fundi Alþjóðamálaráðs Mexíkó. Í ráðinu sitja áhrifamenn á sviði stjórnmála, viðskipta og vísinda. Að morgni miðvikudagsins 12. mars verður efnt til hringborðsumræðna um orkumál og menntasamvinnu. Meðal þátttakenda verða forseti Íslands og menntamálaráðherra, Georgina Kessel orkumálaráðherra Mexíkó, fulltrúar mexíkóskra orkufyrirtækja auk fulltrúa frá íslenskum orkufyrirtækjum og háskólum. Þá tekur við kynningarfundur Latabæjar sem náð hefur mikilsverðum áföngum í samstarfi við mexíkóskt fjölmiðlafyrirtæki og verslanakeðju. Markmiðið er að kynna þann árangur sem boðskapur Latabæjar um hreyfingu, mataræði og heilbrigði ungmenna hefur skilað. Síðdegis miðvikudaginn 12. mars mun forseti Íslands m.a. heimsækja háskóla í Mexíkóborg, Tecnológico de Monterrey og flytja þar fyrirlestur. Á síðasta heimsóknardegi liggur leiðin til borgarinnar Xalapa í fylkinu Veracruz. Þar heimsækja forseti og fylgdarlið rannsóknarstofnun í umhverfismálum, þar sem forseti flytur fyrirlestur. Einnig mun forseti kynna sér starfsemi stofnana á sviði hafrannsókna og heimsækja háskólann í fylkinu. Forseti og fylgdarlið halda áleiðis heim til Íslands föstudaginn 14. mars.
Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum Sjá meira