Erlent

Karadzic handtekinn

Mynd/ AFP.
Mynd/ AFP.

Yfirvöld í Serbíu hafa handtekið einn af mest eftirlýstu stríðsglæpamönnum seinni tíma, Radovan Karadzic. Hann var samstundis færður fyrir stríðsglæpadómstól í Belgrad í samræmi við alþjóðlega stríðsglæpasáttmála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá serbneskum yfirvöldum.

Karadzic hefur verið leitað allt frá því árið 1996. Hann er grunaður um stríðsglæpi og að bera ábyrgð á fjöldamorðum í Srebrenica árið 1995. Herforingjans Ratko Mladic, sem jafnframt er grunaður um að bera ábyrgð á sömu fjöldamorðum, er enn leitað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×