Fjármálageirinn: Gallarnir sniðnir af frumvarpinu 20. febrúar 2008 00:01 Sigurjón högnason „Varla fæst staðist að svipta menn þessum rétti afturvirkt,“ sagði Sigurjón Högnason, lögfræðingur hjá KPMG, um gildistöku frumvarps um söluhagnað á hlutabréfum, á skattaráðstefnu fyrirtækisins sem haldin var á Grand hóteli á dögunum. Hann sagði að óvissa hlyti að skapast varðandi söluhagnað sem myndaðist frá upphafi ársins 2008 og fram að því að breytingarnar á lögum um söluhagnað af hlutabréfum yrðu lögfestar. Á þessum tíma væru eldri heimildir um frestun söluhagnaðar í gildi. Þetta kynni að hafa í för með sér að menn yrðu sviptir réttindum aftur í tímann. Samkvæmt frumvarpinu ættu lögin að hafa tekið gildi um síðustu áramót. áhugafólk um skatta Margt var um manninn á skattaráðstefnu KPMG. Þar var meðal annars fjallað um reikningsskil í erlendum gjaldmiðlum og skattaleg álitamál, frumvarp um söluhagnað hlutabréfa og fyrirtækjaskatta í alþjóðlegu samhengi auk þess sem fjármálaráðherra fjallaði um stöðu Íslands í skattamálum. Markaðurinn/Rósa Sigurður gagnrýndi ýmslegt í frumvarpinu í erindi sínu, en bætti því við að vonandi yrðu gallar sniðnir af því í meðförum Alþingis. Samkvæmt frumvarpinu verður afnumin heimild til að fresta skattlagningu söluhagnaðar af hlutabréfum; hann verði í raun skattfrjáls. Um leið verður frádráttur vegna hagnaðar af sölu hlutabréfa takmarkaður þannig að hvorki verði hægt að draga hann frá öðrum tekjum né nota hann til að mynda yfirfæranlegt tap hjá félögum. Ýmis hörð gagnrýni hefur komið fram á frumvarpið. „Meginreglan er sú að kostnaður við að afla tekna sé frádráttarbær. Í þessu tilviki er til dæmis vaxtakostnaður ekki frádráttarbær svo það er verið að þrengja þetta,“ sagði Guðmundur Skúli Hertvigsson hjá Deloitte í Markaðnum. Þá benti Friðgeir Sigurðsson, forstöðumaður skattasviðs Kaupþings, á að frumvarpið væri langt frá því að vera skýrt um heimildina til að nýta yfirfæranlegt tap sem hefur orðið fyrir gildistöku laganna. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segist ekki hafa kynnt sér gagnrýni á frumvarpið til hlýtar en hins vegar sé ljóst að öll glögg gagnrýni verði skoðuð. -ikh Héðan og þaðan Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
„Varla fæst staðist að svipta menn þessum rétti afturvirkt,“ sagði Sigurjón Högnason, lögfræðingur hjá KPMG, um gildistöku frumvarps um söluhagnað á hlutabréfum, á skattaráðstefnu fyrirtækisins sem haldin var á Grand hóteli á dögunum. Hann sagði að óvissa hlyti að skapast varðandi söluhagnað sem myndaðist frá upphafi ársins 2008 og fram að því að breytingarnar á lögum um söluhagnað af hlutabréfum yrðu lögfestar. Á þessum tíma væru eldri heimildir um frestun söluhagnaðar í gildi. Þetta kynni að hafa í för með sér að menn yrðu sviptir réttindum aftur í tímann. Samkvæmt frumvarpinu ættu lögin að hafa tekið gildi um síðustu áramót. áhugafólk um skatta Margt var um manninn á skattaráðstefnu KPMG. Þar var meðal annars fjallað um reikningsskil í erlendum gjaldmiðlum og skattaleg álitamál, frumvarp um söluhagnað hlutabréfa og fyrirtækjaskatta í alþjóðlegu samhengi auk þess sem fjármálaráðherra fjallaði um stöðu Íslands í skattamálum. Markaðurinn/Rósa Sigurður gagnrýndi ýmslegt í frumvarpinu í erindi sínu, en bætti því við að vonandi yrðu gallar sniðnir af því í meðförum Alþingis. Samkvæmt frumvarpinu verður afnumin heimild til að fresta skattlagningu söluhagnaðar af hlutabréfum; hann verði í raun skattfrjáls. Um leið verður frádráttur vegna hagnaðar af sölu hlutabréfa takmarkaður þannig að hvorki verði hægt að draga hann frá öðrum tekjum né nota hann til að mynda yfirfæranlegt tap hjá félögum. Ýmis hörð gagnrýni hefur komið fram á frumvarpið. „Meginreglan er sú að kostnaður við að afla tekna sé frádráttarbær. Í þessu tilviki er til dæmis vaxtakostnaður ekki frádráttarbær svo það er verið að þrengja þetta,“ sagði Guðmundur Skúli Hertvigsson hjá Deloitte í Markaðnum. Þá benti Friðgeir Sigurðsson, forstöðumaður skattasviðs Kaupþings, á að frumvarpið væri langt frá því að vera skýrt um heimildina til að nýta yfirfæranlegt tap sem hefur orðið fyrir gildistöku laganna. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segist ekki hafa kynnt sér gagnrýni á frumvarpið til hlýtar en hins vegar sé ljóst að öll glögg gagnrýni verði skoðuð. -ikh
Héðan og þaðan Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira