Viðskipti erlent

HSBC afskrifar 1.100 milljarða króna

HSBC, sem hagnaðist um 1.600 milljarða þrátt fyrir 1.100 milljarð króna afskriftir.
HSBC, sem hagnaðist um 1.600 milljarða þrátt fyrir 1.100 milljarð króna afskriftir.

Breski bankinn HSBC, einn af stærstu bönkum Evrópu, hagnaðist um 12,2 milljarða punda, jafnvirði 1.600 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er tíu prósenta aukning frá í hitteðfyrra.

Þrátt fyrir þetta þurfti bankinn að afskrifa 8,7 milljarða punda, jafnvirði 1.138 milljarða króna vegna taps á verðbréfum sem tengjast bandarískum fasteignalánum. Þetta er jafnframt mestu afskriftir breskra banka.

Stephen Green, stjórnarformaður HSBC, segir fjármálafyrirtæki víða um heim hafa lent í miklum kröggum vegna lausafjárþurrðarinnar sem hafi farið yfir alþjóðlega markaði upp á síðkastið. „Það er óvíst með útlitið á þessu ári," segir hann í samtali við breska ríkisútvarpið í dag. Green segir ekki útilokað að ástandið eigi enn eftir að versna áður en viðsnúningur verður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×