Erlent

IMF samþykkir lán til Úkraínu

Viktor Júsejenko, forseti Úkraínu.
Viktor Júsejenko, forseti Úkraínu. MYND/AP

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur fallist á að lána Úkraínu 16,4 milljarða dollar, jafnvirði rúmlega tvö þúsund milljarða króna, til þess að koma á stöðugleika í efnahagslífi þjóðarinnar.

Vegna fjármálakreppunnar glíma Úkraínumenn við hækkandi verðbólgu og minnkandi gjaldeyristekjur sem ógnar stöðugleika í landinu og því var ákveðið að leita til sjóðsins. Samningur Úkraínu og sjóðsins er til tveggja ára og verða um 570 milljarðar króna lánaðir nú þegar. Láninu fylgja þó skilyrði um efnahagslegar umbætur, þar á meðal sveigjanleika í stýrivaxtamálum og endurfjármögnun banka landsins.

Beðið er eftir því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ákveðið hvort Íslendingar fái lán hjá sjóðnum en það skýrist í dag eða á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×