Erlent

Þekktu sjálfan þig á Google Earth

Óli Tynes skrifar
Nei sko, þarna er Óskar.
Nei sko, þarna er Óskar.

Hið stafræna heimskort Google Earth er tilbúið með nýja útgáfu af Street View, sem fer svo nálægt að hægt er að sjá fótgangendur, gesti á kaffihúsum og lesa bílnúmer.

Þegar er hægt að sjá þessar nærgöngulu götumyndir af nokkrum bandarískum borgum, til dæmis San Francisco.

Google hyggst færa þessa tækni yfir á Evrópskar borgir en á von á átökum þar. Löggjöf um persónuvernd er misjöfn eftir löndum. Víða í Evrópu er hún mjög ströng. .

Google íhugar því að gerar myndir það óskýrar að ekki verði hægt að þekkja fólk á þeim, þar sem slíkt samrýmist ekki lög.

Einnig er því lofað að ef einstakar persónur biðja um að vera fjarlægðar, verði orðið við þeirri beiðni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×