Boðuð mótmæli höfðu ekki áhrif á handtöku Hauks 23. nóvember 2008 17:42 Haukur Hilmarsson. Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar leggur áherslu á að handataka Hauks Hilmarssonar hafði ekkert með boðuð mótmæli á Austurvelli í gær að gera. Hauki hafi verið gefinn kostur á því við handtöku á föstudaginn að greiða sektina og komast þannig hjá afplánun vararefsingarinnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Erna Björg Jónmundsdóttir, deildarstjóri hjá innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaði, ritar undir. Haukur flaggaði Bónusfána á Alþingishúsinu í mótmælum fyrir hálfum mánuði var handtekinn á föstudagskvöldið. Lögregla greip manninn þar sem hann var í vísindaferð með háskólafélögum á Alþingi. Honum var umsvifalaust gert að afplána eldri dóm án lögbundins fyrirvara. Í tilkynningunni kemur fram að Haukur hóf afplánun vararefsingar vegna tveggja sektardóma í ágústmánuði 2007 eins og fram hefur komið. ,,Eftir að hann hafði afplánað vararefsingu annars dómsins varð að vísa honum frá vegna plássleysis í fangelsum ríkisins og gert ráð fyrir að hann afplánaði hinn dóminn síðar," segir í tilkynningunni. 11. nóvember var Haukur eftirlýstur til handtöku af innheimtumiðstöðinni í miðlægu kerfi lögreglunnar vegna afplánunar vararefsingar en hvorki hafði verið greitt eða samið um eftirstandandi sekt. ,,Umræddur aðili var fyrir mistök starfsmanna innheimtumiðstöðvarinnar ekki boðaður að nýju til afplánunar. Það skal tekið fram að ferill þessa máls er einsdæmi hvað varðar að færa menn til afplánunar að nýju eftir að hafa afplánað vararefsingu að hluta." Þá kemur fram í tilkynningunni að á síðustu fjórum vikum hafi 150 einstaklingar verið eftirlýstir í handtöku vegna afplánunar vararefsingar sekta af innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar. Í síðustu viku voru sjö þeirra handteknir og færðir til afplánunar. Tengdar fréttir Segir lögreglu hafa beitt lágmarks valdbeitingu ,,Varnarúðinn var það eina sem við beittum. Það var tekist á þetta verkefni með algjöri lágmarks valdbeitingu," sagði Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi um atburði dagsins. 22. nóvember 2008 20:00 Út með Hauk- Inn með Geir Fimm hundruð manns söfnuðust frammi fyrir lögreglustöðinni í Reykjavík í gær og kröfðust þess að Haukur Hilmarsson yrði látinn laus. 23. nóvember 2008 06:00 Haukur Bónusfánaflaggari laus úr haldi Haukur Hilmarsson sem flaggaði Bónusfána á Alþingishúsinu í mótmælum fyrir hálfum mánuði og var handtekinn í gærkvöldi var sleppt lausum nú fyrir stundu. Fjölmennur hópur fólks hafði þá staðið fyri mótmælum fyrir utan lögreglustöðina við Hlemm og krafist þess að honum yrði sleppt. 22. nóvember 2008 18:05 Var ekki handtekinn til að koma í veg fyrir þátttöku í mótmælum Lögreglustjórinn á Höfuðborgarsvæðinu vísar því á bug að Haukur Hilmarsson hafi verið handtekinn til þess að koma í veg fyrir að hann tæki þátt í mótmælaaðgerðum í gær. Hann segir málið eiga sér eðlilegar skýringar. 23. nóvember 2008 12:06 Boðaði byltingu við fögnuð Mótmælandinn Haukur Hilmarsson boðaði í gær „algjöra, almenna og tafarlausa byltingu“ eftir að honum var sleppt úr fangelsi um sexleytið í gærkvöldi. 23. nóvember 2008 05:00 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar leggur áherslu á að handataka Hauks Hilmarssonar hafði ekkert með boðuð mótmæli á Austurvelli í gær að gera. Hauki hafi verið gefinn kostur á því við handtöku á föstudaginn að greiða sektina og komast þannig hjá afplánun vararefsingarinnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Erna Björg Jónmundsdóttir, deildarstjóri hjá innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaði, ritar undir. Haukur flaggaði Bónusfána á Alþingishúsinu í mótmælum fyrir hálfum mánuði var handtekinn á föstudagskvöldið. Lögregla greip manninn þar sem hann var í vísindaferð með háskólafélögum á Alþingi. Honum var umsvifalaust gert að afplána eldri dóm án lögbundins fyrirvara. Í tilkynningunni kemur fram að Haukur hóf afplánun vararefsingar vegna tveggja sektardóma í ágústmánuði 2007 eins og fram hefur komið. ,,Eftir að hann hafði afplánað vararefsingu annars dómsins varð að vísa honum frá vegna plássleysis í fangelsum ríkisins og gert ráð fyrir að hann afplánaði hinn dóminn síðar," segir í tilkynningunni. 11. nóvember var Haukur eftirlýstur til handtöku af innheimtumiðstöðinni í miðlægu kerfi lögreglunnar vegna afplánunar vararefsingar en hvorki hafði verið greitt eða samið um eftirstandandi sekt. ,,Umræddur aðili var fyrir mistök starfsmanna innheimtumiðstöðvarinnar ekki boðaður að nýju til afplánunar. Það skal tekið fram að ferill þessa máls er einsdæmi hvað varðar að færa menn til afplánunar að nýju eftir að hafa afplánað vararefsingu að hluta." Þá kemur fram í tilkynningunni að á síðustu fjórum vikum hafi 150 einstaklingar verið eftirlýstir í handtöku vegna afplánunar vararefsingar sekta af innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar. Í síðustu viku voru sjö þeirra handteknir og færðir til afplánunar.
Tengdar fréttir Segir lögreglu hafa beitt lágmarks valdbeitingu ,,Varnarúðinn var það eina sem við beittum. Það var tekist á þetta verkefni með algjöri lágmarks valdbeitingu," sagði Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi um atburði dagsins. 22. nóvember 2008 20:00 Út með Hauk- Inn með Geir Fimm hundruð manns söfnuðust frammi fyrir lögreglustöðinni í Reykjavík í gær og kröfðust þess að Haukur Hilmarsson yrði látinn laus. 23. nóvember 2008 06:00 Haukur Bónusfánaflaggari laus úr haldi Haukur Hilmarsson sem flaggaði Bónusfána á Alþingishúsinu í mótmælum fyrir hálfum mánuði og var handtekinn í gærkvöldi var sleppt lausum nú fyrir stundu. Fjölmennur hópur fólks hafði þá staðið fyri mótmælum fyrir utan lögreglustöðina við Hlemm og krafist þess að honum yrði sleppt. 22. nóvember 2008 18:05 Var ekki handtekinn til að koma í veg fyrir þátttöku í mótmælum Lögreglustjórinn á Höfuðborgarsvæðinu vísar því á bug að Haukur Hilmarsson hafi verið handtekinn til þess að koma í veg fyrir að hann tæki þátt í mótmælaaðgerðum í gær. Hann segir málið eiga sér eðlilegar skýringar. 23. nóvember 2008 12:06 Boðaði byltingu við fögnuð Mótmælandinn Haukur Hilmarsson boðaði í gær „algjöra, almenna og tafarlausa byltingu“ eftir að honum var sleppt úr fangelsi um sexleytið í gærkvöldi. 23. nóvember 2008 05:00 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Segir lögreglu hafa beitt lágmarks valdbeitingu ,,Varnarúðinn var það eina sem við beittum. Það var tekist á þetta verkefni með algjöri lágmarks valdbeitingu," sagði Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi um atburði dagsins. 22. nóvember 2008 20:00
Út með Hauk- Inn með Geir Fimm hundruð manns söfnuðust frammi fyrir lögreglustöðinni í Reykjavík í gær og kröfðust þess að Haukur Hilmarsson yrði látinn laus. 23. nóvember 2008 06:00
Haukur Bónusfánaflaggari laus úr haldi Haukur Hilmarsson sem flaggaði Bónusfána á Alþingishúsinu í mótmælum fyrir hálfum mánuði og var handtekinn í gærkvöldi var sleppt lausum nú fyrir stundu. Fjölmennur hópur fólks hafði þá staðið fyri mótmælum fyrir utan lögreglustöðina við Hlemm og krafist þess að honum yrði sleppt. 22. nóvember 2008 18:05
Var ekki handtekinn til að koma í veg fyrir þátttöku í mótmælum Lögreglustjórinn á Höfuðborgarsvæðinu vísar því á bug að Haukur Hilmarsson hafi verið handtekinn til þess að koma í veg fyrir að hann tæki þátt í mótmælaaðgerðum í gær. Hann segir málið eiga sér eðlilegar skýringar. 23. nóvember 2008 12:06
Boðaði byltingu við fögnuð Mótmælandinn Haukur Hilmarsson boðaði í gær „algjöra, almenna og tafarlausa byltingu“ eftir að honum var sleppt úr fangelsi um sexleytið í gærkvöldi. 23. nóvember 2008 05:00