Viðskipti erlent

Gengisfall sænsku krónunnar rýrir Nóbelsverðlaunin

Töluvert gengisfall sænsku krónunnar að undanförnu hefur það í för með sér að Nóbelsverðlaunin hafa rýrnað.

Verðlaunin eru 10 milljónir sænkra kr. eða 160 miljónir kr.. en þau verða veitt þann 10. desember n.k.

Sænska krónan hefur fallið mest gagnvart dollar. Þannig hefur Paul Krugman verðlaunahafinn í hagfræði mátt horfa upp á að Nóbelinn hans hefur rýrnað um tæpar 20 milljónir kr. frá því að tilkynnt var að hann hlyti verðlaunin um miðjan mánuðinn.

Frakkinn Jean-Marie Gustave Le Clézio sem fær Nóbelsverðlaun fyrir bókmenntir í ár sleppur betur því sænska krónan hefur ekki fallið jafnmikið gagnvart evrunni. Þannig hefur Nóbelinn hans aðeins rýrnað um 1,6 milljón kr..








Fleiri fréttir

Sjá meira


×