Lífið

Fannst látin hjá heimili Paulu Abdul

Kona fannst látin fyrir utan heimili Idol-dómarans Paulu Abdul í gær. Talið er að konan hafi verið eltihrellir, en lögregla hafði mörgum sinnum þurft að hafa afskipti af konunni fyrir utan heimili Abdul.

Vefsíðan TMZ segir foreldra konunnar hafa hringt í lögreglu síðdegis í gær og látið vita að hún væri týnd. Þau sögðu lögreglu að konan væri með „ónáttúrulegan áhuga" á Abdul, og bentu á að sniðugt væri að leita að henni hjá henni. Konan fannst látin í bíl sínum, aðeins nokkrum metrum frá heimilinu. Dánarorsök er talin vera of stór skammtur af lyfjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.