Lífið

Ronnie býður konu sinni 600 milljónir kr. á ári fyrir skilnað

Ronnie Wood hefur boðið eiginkonu sinni, Jo, 600 milljónir kr. á ári ef hún fellst á skilnað við hann.

Ronnie er sem kunnugt er komin með hina tvítugu rússnesku Katiu Ivanovu sem kærustu og vill skilnað frá eiginkonu sinni strax.

Samkvæmt frásögn í blaðinu News of the World segir Ronnie að peningarnir skipti hann engu máli. Jo geti fengið það sem hún vill. "Katia og ég erum saman og við erum hamingjusöm".

Vinir Jo segja að hún hafi þegar gefið upp alla von um að hún og Ronnie nái aftur saman.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.