Viðskipti innlent

Atlantic Petroleum fellur annan daginn í röð

Wilhelm Petersen, forstjóri Atlantic Petroleum.
Wilhelm Petersen, forstjóri Atlantic Petroleum.

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum féll um rúm 67, prósent í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er annar dagurinn í röð sem gengi bréfa í fyrirtækinu fellur á markaði. Í síðustu viku var hulunni svipt af dönskum blaðamanni sem hafði skrifað jákvæðar greinar um nokkur fyrirtæki á sama tíma og hann fjárfesti í þeim. Eitt þeirra var Atlantic Petroleum, sem skráð er í kauphöllina hér og í Kaupmannahöfn.

Á sama tíma féll gengi bréfa hjá löndum Færeyinganna í Eik banka um 2,5 prósent. Gengi bréfa í Bakkavör, Icelandair og Kaupþingi lækkaði um rúmt prósent í dag en bréf í Landsbankanum, Existu, SPRON, Glitni, Össuri, Marel og Straumi minna.

Einungis gengi bréfa í Færeyjabanka og Century Aluminum hækkaði um rúmt prósent. Gengi bréfa í Teymi hækkaði um hálft prósent á sama tíma.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,94 prósent í dag og stendur vísitalan í 4.783 stigum.

Velta á hlutabréfamarkaði nam rúmum 1,8 milljörðum króna, þar af voru viðskipti með um helming upphæðarinnar fyrir hádegi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×