Erlent

Skakkur Japani

Óli Tynes skrifar
Frá Narita flugvelli í Tokyo.
Frá Narita flugvelli í Tokyo.

Ekki er ólíklegt að nú sé japanskur flugfarþegi skakkur einhversstaðar í Tokyo. Þökk sé japönsku tollgæslunni.

Tollvörður setti pakka af cannabis í vasa á ferðatösku sem hann valdi af handahófi, á Narita flugvelli.

Tilgangurinn var að reyna á öryggiskerfi flugvallarins. En leitarhundarnir fundu ekki dópið og töllvörðurinn hafði gleymt hvernig taskan leit út. Eigandi töskunnar fór því draslið heim með sér.

Í öngum sínum sendi tollurinn út tilkynningu þar sem eigandi töskunnar var beðinn um að gefa sig fram. Jafnframt var beðist auðmjúklega afsökunar á þessum óheppilega atburði.

Mjög ströng lög gilda um fíkniefni í Japan. Örlítið af hassi er nóg til þess að senda fólk í fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×