Íslenski boltinn

Guðjón: Þeirra er skömmin (myndband)

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, var ómyrkur í máli gagnvart Ólafi Ragnarssyni dómara og forystumönnum KSÍ í viðtali við Stöð 2 Sport í gær.

Í viðtali við Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamann eftir að ÍA tapaði fyrir Keflavík í gær sagði hann meðal annars að Ólafur hafi beitt Stefáni Þórðarsyni, leikmanni ÍA, ofbeldi með því að gefa honum rauða spjaldið.

Smelltu á hlekkinn hér að ofan til að sjá viðtalið í heild sinni.

„Það var fundur hjá dómurum þar sem það var útmálað að Skagaliðið væri svo gróft að það þyrfti að taka sérstaklega á því. Þar var sérstaklega fjallað um að þeir ætluðu að sýna Stefáni Þórðarsyni hvernig ætti að „díla" við hlutina," sagði Guðjón.

„Það ofbeldi sem hann (Ólafur Ragnarsson dómari) beitti Stefán í þessum leik er KSÍ og þeirri forystu sem hér fjallar um knattspyrnumál ekki til sóma."

Hann gaf einnig í skyn að Ólafur væri alls ekki í nægilega góðu formi til að sinna dómgæslu í knattspyrnu leik. Guðjón sagði einnig að Ólafur væri ekki eini dómarinn sem ekki væri í standi.

„Það voru menn sem fóru í test og stóðust ekki þrektölurnar," sagði hann.

„Það er alveg klárt, ef þessi leikur er greindur og atvik skoðuð þar sem dæmt er gegn okkur af hreinum ásetningi þá vinnur þú aldrei leik."

„Þessir aðilar sem núna fá þetta í andlitið frá mér, þeir skulu fá að svara fyrir þetta. Þeir geta dæmt mig í einhver bönn en þeirra er skömmin."


Tengdar fréttir

Stefán Þór: Ég fór í boltann

Stefán Þór Þórðarson segir engan vafa leika á því að hann hafi farið í boltann þegar hann fékk síðara gula spjaldið sitt í leik ÍA og Keflavíkur í gær.

Átti Stefán spjöldin skilið? (myndband)

Stefán Þórðarson fékk tvívegis að líta gula spjaldið í leik Keflavíkur og ÍA í gær og þar með það rauða, Skagamönnum til mikillar gremju.

Guðjón stendur við ummæli sín

Guðjón Þórðarson sagði í samtali við Vísi að hann standi heilshugar við þau ummæli sem hann lét falla eftir leik Keflavíkur og ÍA í gær.

Ólafur: Guðjón er að bulla

Ólafur Ragnarsson dómari segir ekkert hæft í ásökunum Guðjóns Þórðarsonar í sinn garð né heldur annarra dómara.

Þórir: Málið í aganefnd

Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ, mun skjóta ummælum Guðjóns Þórðarsonar til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×