Hagvöxtur og hamingja Þóra Helgadóttir skrifar 19. nóvember 2008 00:01 Vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að hávaxið fólk sé að jafnaði með hærri laun en aðrir og að ljóshært kvenfólk standi verr að vígi en dökkhært. Þeir sem eru örvhentir hafa að jafnaði 15 prósenta hærri laun en rétthentir kollegar þeirra og myndarlegir menn eru jafnan tekjuhærri. Að sjálfsögðu skipta menntun og reynsla höfuðmáli en útlit virðist hafa sitt að segja. En hvaða einkenni skipta máli þegar kemur að auði þjóða? Í viðamikilli rannsókn á hagþróun landa innan OECD, frá 2003, kom í ljós að fjárfesting, hvort sem hún er í fjármagni, mannauði eða rannsóknum og þróunarstarfsemi, skiptir lykilmáli til að tryggja umhverfi til vaxtar. Virk samkeppni á mörkuðum með vöru-, þjónustu og vinnuafl, sem og sveigjanleiki þeirra hefur jákvæð áhrif. Stærð hins opinbera dregur fremur úr hagvexti en sterkur fjármálamarkaður er talinn jákvætt merki. Fyrst og fremst er það þó stöðugleiki í hagkerfinu og sterkar stofnanir sem eru nauðsynleg skilyrði til vaxtar. Brýnt er að tryggja stöðugt verðlag og koma í veg fyrir óþægilegar sveiflur í hagstærðum. ÍslandsformúlanÁrið 2007 var Ísland sjötta ríkasta land í heimi og var í efsta sæti hvað varðar lífsgæði þjóða að mati Sameinuðu þjóðanna. Þrjátíu árum áður voru Íslendingar aðeins í 30. sæti hvað varðar ríkidæmi og því virtist sem Íslendingar fremur en aðrar þjóðir væru búnir að skapa kjöraðstæður til vaxtar í átt að auknum lífsgæðum. Samkvæmt flestum mælikvörðum var hvergi betra að búa en á Íslandi árið 2007. Aðeins ári síðar standa Íslendingar höllum fæti og útlit fyrir að þjóðin hrapi niður lista ríkustu þjóða heims. Við slíkar aðstæður er ekki úr vegi að spyrja hvað fór úrskeiðis. Á síðustu árum hefur menntunarstig þjóðarinnar stóraukist og nú er svo komið að Ísland er í öðru sæti meðal landa OECD hvað varðar útskriftarhlutfall úr fræðilegu háskólanámi. Fjárfesting í rannsóknar- og þróunarstarfsemi hefur líka tekið stökk og er nú með því mesta sem gerist innan OECD. Frelsi í viðskiptum hefur aukist til muna en árið 1980 var Ísland álíka samkeppnishæft og Kenía* en er nú talið eitt samkeppnishæfasta ríki í heimi í viðskiptum. Sveigjanleiki vinnumarkaðarins hefur aldrei verið meiri og virk samkeppni er á flestum sviðum viðskipta. Það var því líklega ekki fjárfestingin, samkeppnin eða sveigjanleikinn sem klikkaði. Líklega var það stöðugleikinn og gæði stofnana. Því miðurÍ Kína Óvíða í heiminum er hagvöxtur meiri en í Kína. Greinarhöfundur efast um að beint samband sé milli auðlegðar og hamingju en bendir á rannsóknir sem sýna að þjóðir með hærri landsframleiðslu á mann virðist almennt hamingjusamari. Markaðurinn/GVAÞví miður tókst ekki að draga úr sveiflum í gengi krónunnar og halda verðlagi og vaxtastigi stöðugu. Því miður voru stofnanir landsins ekki í stakk búnar til að takast á við það umhverfi sem skapaðist þegar hagkerfið var opnað og fór fyrir alvöru að eiga frjáls viðskipti við umheiminn. Því miður tókst ekki að takast á við vandamál á skilvirkan hátt og því miður virðast Íslendingar ekki hafa kúplað sig út úr pólitískum ráðningum embættismanna. Því miður vantaði samstarf milli peningamála- og fjármálastefnu í landinu. Því miður trúðu ráðamenn því að við gætum lifað við minnsta gjaldmiðil í heimi og hundsuðu kröfur atvinnulífsins. Því miður náðu stofnanir þjóðarinnar ekki að fylgja eftir nútímavæðingu atvinnulífsins. Oft er þörf en nú er nauðsyn að skapa umhverfi þar sem þjóðin getur haft ábata af fjárfestingum síðustu áratuga. Ísland ætti að geta skarað fram úr með sterkan mannauð að baki, góða rannsóknar- og þróunarstarfsemi, sveigjanlega og samkeppnishæfa markaði að ógleymdum auðlindum landsins. Númer eitt, tvö og þrjú er að tryggja stöðugleika í gjaldeyrismálum, styrkja stofnanir landsins og endurbyggja trúverðugleika ráðamanna og þar af leiðandi Íslands á erlendri grundu. Það verður að tryggja leikreglur og umhverfi sem leyfa þessum fjárfestingum að blómstra Er auður sama og lífsgæði?Það eru ekki allir á einu máli um það að hagvöxtur og þar af leiðandi há landsframleiðsla á mann séu mælikvarðar sem beri að einblína á. Þess ber að geta að greinarhöfundur er langt frá því sannfærður um að auði fylgi ávallt hamingja. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar frá Wharton-háskóla í Bandaríkjunum gefa hins vegar til kynna mjög sterkt samband milli landsframleiðslu á mann og hamingju. Þjóðir með hærri landsframleiðslu á mann virðast almennt vera hamingjusamari. Þegar öllu er á botninn hvolft eru ríkari þjóðir betur í stakk búnar til að tryggja þegnum sínum aðgengi að þáttum eins og heilbrigðisþjónustu, menntun og barnagæslu. Efnaðri þjóðir eiga einnig auðveldara með að takast á við vandamál líkt og fátækt og ójöfnuð. Hér á málshátturinn „Auðurinn er afl þeirra hluta sem gera skal“ ef til vill við. *Samkvæmt mælingum Fraser Institute Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Sjá meira
Vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að hávaxið fólk sé að jafnaði með hærri laun en aðrir og að ljóshært kvenfólk standi verr að vígi en dökkhært. Þeir sem eru örvhentir hafa að jafnaði 15 prósenta hærri laun en rétthentir kollegar þeirra og myndarlegir menn eru jafnan tekjuhærri. Að sjálfsögðu skipta menntun og reynsla höfuðmáli en útlit virðist hafa sitt að segja. En hvaða einkenni skipta máli þegar kemur að auði þjóða? Í viðamikilli rannsókn á hagþróun landa innan OECD, frá 2003, kom í ljós að fjárfesting, hvort sem hún er í fjármagni, mannauði eða rannsóknum og þróunarstarfsemi, skiptir lykilmáli til að tryggja umhverfi til vaxtar. Virk samkeppni á mörkuðum með vöru-, þjónustu og vinnuafl, sem og sveigjanleiki þeirra hefur jákvæð áhrif. Stærð hins opinbera dregur fremur úr hagvexti en sterkur fjármálamarkaður er talinn jákvætt merki. Fyrst og fremst er það þó stöðugleiki í hagkerfinu og sterkar stofnanir sem eru nauðsynleg skilyrði til vaxtar. Brýnt er að tryggja stöðugt verðlag og koma í veg fyrir óþægilegar sveiflur í hagstærðum. ÍslandsformúlanÁrið 2007 var Ísland sjötta ríkasta land í heimi og var í efsta sæti hvað varðar lífsgæði þjóða að mati Sameinuðu þjóðanna. Þrjátíu árum áður voru Íslendingar aðeins í 30. sæti hvað varðar ríkidæmi og því virtist sem Íslendingar fremur en aðrar þjóðir væru búnir að skapa kjöraðstæður til vaxtar í átt að auknum lífsgæðum. Samkvæmt flestum mælikvörðum var hvergi betra að búa en á Íslandi árið 2007. Aðeins ári síðar standa Íslendingar höllum fæti og útlit fyrir að þjóðin hrapi niður lista ríkustu þjóða heims. Við slíkar aðstæður er ekki úr vegi að spyrja hvað fór úrskeiðis. Á síðustu árum hefur menntunarstig þjóðarinnar stóraukist og nú er svo komið að Ísland er í öðru sæti meðal landa OECD hvað varðar útskriftarhlutfall úr fræðilegu háskólanámi. Fjárfesting í rannsóknar- og þróunarstarfsemi hefur líka tekið stökk og er nú með því mesta sem gerist innan OECD. Frelsi í viðskiptum hefur aukist til muna en árið 1980 var Ísland álíka samkeppnishæft og Kenía* en er nú talið eitt samkeppnishæfasta ríki í heimi í viðskiptum. Sveigjanleiki vinnumarkaðarins hefur aldrei verið meiri og virk samkeppni er á flestum sviðum viðskipta. Það var því líklega ekki fjárfestingin, samkeppnin eða sveigjanleikinn sem klikkaði. Líklega var það stöðugleikinn og gæði stofnana. Því miðurÍ Kína Óvíða í heiminum er hagvöxtur meiri en í Kína. Greinarhöfundur efast um að beint samband sé milli auðlegðar og hamingju en bendir á rannsóknir sem sýna að þjóðir með hærri landsframleiðslu á mann virðist almennt hamingjusamari. Markaðurinn/GVAÞví miður tókst ekki að draga úr sveiflum í gengi krónunnar og halda verðlagi og vaxtastigi stöðugu. Því miður voru stofnanir landsins ekki í stakk búnar til að takast á við það umhverfi sem skapaðist þegar hagkerfið var opnað og fór fyrir alvöru að eiga frjáls viðskipti við umheiminn. Því miður tókst ekki að takast á við vandamál á skilvirkan hátt og því miður virðast Íslendingar ekki hafa kúplað sig út úr pólitískum ráðningum embættismanna. Því miður vantaði samstarf milli peningamála- og fjármálastefnu í landinu. Því miður trúðu ráðamenn því að við gætum lifað við minnsta gjaldmiðil í heimi og hundsuðu kröfur atvinnulífsins. Því miður náðu stofnanir þjóðarinnar ekki að fylgja eftir nútímavæðingu atvinnulífsins. Oft er þörf en nú er nauðsyn að skapa umhverfi þar sem þjóðin getur haft ábata af fjárfestingum síðustu áratuga. Ísland ætti að geta skarað fram úr með sterkan mannauð að baki, góða rannsóknar- og þróunarstarfsemi, sveigjanlega og samkeppnishæfa markaði að ógleymdum auðlindum landsins. Númer eitt, tvö og þrjú er að tryggja stöðugleika í gjaldeyrismálum, styrkja stofnanir landsins og endurbyggja trúverðugleika ráðamanna og þar af leiðandi Íslands á erlendri grundu. Það verður að tryggja leikreglur og umhverfi sem leyfa þessum fjárfestingum að blómstra Er auður sama og lífsgæði?Það eru ekki allir á einu máli um það að hagvöxtur og þar af leiðandi há landsframleiðsla á mann séu mælikvarðar sem beri að einblína á. Þess ber að geta að greinarhöfundur er langt frá því sannfærður um að auði fylgi ávallt hamingja. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar frá Wharton-háskóla í Bandaríkjunum gefa hins vegar til kynna mjög sterkt samband milli landsframleiðslu á mann og hamingju. Þjóðir með hærri landsframleiðslu á mann virðast almennt vera hamingjusamari. Þegar öllu er á botninn hvolft eru ríkari þjóðir betur í stakk búnar til að tryggja þegnum sínum aðgengi að þáttum eins og heilbrigðisþjónustu, menntun og barnagæslu. Efnaðri þjóðir eiga einnig auðveldara með að takast á við vandamál líkt og fátækt og ójöfnuð. Hér á málshátturinn „Auðurinn er afl þeirra hluta sem gera skal“ ef til vill við. *Samkvæmt mælingum Fraser Institute
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar