Erlent

Mbeki reynir að bjarga málum í Zimbabwe

Óli Tynes skrifar
Thabo Mbeki og Robert Mugabe eru góðir vinir.
Thabo Mbeki og Robert Mugabe eru góðir vinir.

Thabo Mbeki forseti Suður-Afríku er væntanlegur til Zimbabwe á mánudag til þess að reyna að bjarga þjóðstjórnarviðræðum sem runnu út í sandinn í gær.

Stjórnarandstaðan tilkynnti þá að hún hefði misst alla trú á samningaviðræðum við Robert Mugabe forseta um valdaskiptingu.

Sagði talsmaður stjórnarandstöðunnar að Mugabe gæti bara myndað sína eigin ríkisstjórn þeir tækju ekki frekari þátt í þessum sirkus.

Viðræðurnar miðuðu að því að Mugabe yrði áfram forseti, en Morgan Tsvangirai leiðtogi stjórnarandstöðunnar yrði forsætisráðherra. Deilurnar hafa staðið um hversu mikil völd Mugabe skyldi hafa.

Stjórnarandstaðan vidi að hann yrði aðeins valdalaus þjóðhöfðingi, en við það sætti sá gamli sig ekki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×