Tónlist

Skinner búinn að fá nóg af Streets

Vill losna við Streets-nafnið Mike Skinner hefur fengið sig fullsaddan.
Vill losna við Streets-nafnið Mike Skinner hefur fengið sig fullsaddan.

Í ágústbyrjun fóru menn að spekúlera í því hvort lag, sem lekið hafði á netið, væri úr samstarfi The Streets og Muse. Því til sönnunar voru fundin orð Matts Bellamy um að hann væri til í að mynda breskt svar við Rage Against the Machine með Mike Skinner, sem er betur þekktur sem The Streets.

Spekúlasjónir manna reyndust réttar en nú hefur Skinner ákveðið að eyða laginu, Who Knows Who, af lagalistanum á nýrri plötu sinni, Everything Is Borrowed. Skinner sagði við Daily Star að lagið hefði virst ósvikið og skemmtilegt í fyrstu. Plötufyrirtæki hans hefði hins vegar orðið of spennt fyrir samstarfinu og því hafi hann hent því. „Mér fannst lagið ekki það gott hvort eð var,“ er haft eftir Skinner.

Hann virðist almennt illa fyrir kallaður þessa dagana en í viðtali við Guardian sagði hann Every­thing Is Borrowed síðustu plötu The Streets þar sem hann væri „búinn að fá miklu meira en nóg“ af því nafni og öllu sem því tengdist.- kbs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.