Viðskipti innlent

Eik banki einn á uppleið - önnur félög lækka

Stjórnendur Eik banka við skráningu hans í Kauphöllina hér í fyrra.
Stjórnendur Eik banka við skráningu hans í Kauphöllina hér í fyrra.

Gengi hlutabréfa í hinum færeyska Eik banka hefur hækkað um 0,94 prósent í Kauphöllinni í dag eftir 6,2 prósenta fall í gær. Á móti einkennist upphaf viðskiptadagsins af lækkun hlutabréfaverðs.

Gengi bréfa í Existu leiðir lækkunarlestina í byrjun dags en það hefur nú lækkað um 3,78 prósent. Þá hafa bréfa Straums lækkað um rúm 3,4 prósent.

Bréf Atorku, Landsbankans og Eimskipafélagsins hafa lækkað um rúmt prósent.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,11 prósent í dag og stendur vísitalan í 4.074 stigum. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem vísitalan lækkar svo mikið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×