Viðskipti erlent

Enn ein lækkanarhrinan gengur yfir

Miðlari í kauphöllinni í Mumbai á Indlandi í þungum þönkum.
Miðlari í kauphöllinni í Mumbai á Indlandi í þungum þönkum. Mynd/AFP

Gengi hlutabréfa í Kaupþingi sem skráð eru í Nasdaq-OMX kauphöllina í Stokkhólmi í Svíþjóð hafa lækkað um 1,85 prósent frá upphafi viðskiptadagsins í dag og stendur í 53 sænskum krónum á hlut. Þetta er jafnfram þriðji dagurinn í röð sem gengi bréfa bankans lækkar. Þróun hlutabréfaverðsins í dag er nokkuð í samræmi við gengið á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum eftir skell í gær.

Helstu hlutabréfavísitölur tóku skell í gær, féllu á bilinu um tvö til þrjú prósent, beggja vegna Atlantsála. Bæði spila vaxtaákvarðanir í Bretlandi og á evrusvæðinu inn í auk þess sem bankastjórar beggja vegna Ermasundsins dró upp dökka mynd af horfum í efnahagslífinu á seinni hluta ársins.

Aukið atvinnuleysi og neikvæðar fréttir úr bandarískum smásölugeira lituðu svo stemninguna á hlutabréfamarkaði vestanhafs.

Þá á hlut að máli spá franska bankans Sóciete Generale frá í gær en þar segir að lausafjárkreppan hafi valdið því að hagnaður fyrirtækja muni dragast mikið saman og að uppgör þeirra í lok árs muni sína afleita stöðu. Bankinn segir að svipuð staða sé nú komin upp og fyrir netbóluna árið 2000 og gera ráð fyrir allt að tuttugu prósenta falli á hlutabréfaverði.

Nikkei-hlutabréfavísitalan í Japan féll um 2,75 prósent í dag og er það svipuð þróun á öðrum mörkuðum í Asíu. Þá hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi lækkaði um tæp 1,7 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi um 1,48 prósent og Cac-40 vísitalan í Frakklandi um 1,4 prósent.

Stemningin er litlu betri á norrænum hlutabréfamörkuðum í dag en samnorræna hlutabréfavísitalan OMX-40 hefur lækkað um tæp 1,6 prósent. Mest er lækkunin í Helsinki í Finnlandi, eða upp á 1,7 prósent.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×