Bjó í 12 ár fyrir ofan kjallarafangelsið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. apríl 2008 21:07 Lögregla á vettvangi í Amstetten þar sem stúlkunni var haldið fanginni. MYND/AP Alfred Dubanovsky, 42 ára starfsmaður á bensínstöð, bjó í tólf ár aðeins örfáa metra frá Elísabetu Fritz og þremur börnum hennar í Amstetten í Austurríki. Í dag játaði faðir Elísabetar, Josef, að hafa fangelsað dóttur sína í 24 ár í kjallara hússins þar sem hann bjó og ól með henni sjö börn. Eitt þeirra dó, þrjú ól Josef upp með eiginkonu sinni og þrjú bjuggu með Elísabetu í 42 fermetra íbúð í kjallaranum en þau sáu dagsljós í fyrsta sinn nú um helgina. „Ég næ þessu ekki. Ég bjó í tólf ár í húsinu og tók ekki eftir neinu," sagði Dubanovsky. Hann flutti úr íbúðinni í fyrra en Josef átti húsið og leigði út átta íbúðir í því. „Það er ekki hægt að ímynda sér hvað gekk á þarna niðri," bætti hann við. Dubanovsky segir að það sé þó ýmislegt sem hafi komið sér furðulega fyrir sjónir þá sem hann skilur betur nú. Josef hafi til að mynda harðbannað öllum íbúum hússins að koma nálægt kjallaranum. „Kjallarinn er læstur með rafstýrðum lásum og sá sem kemur nálægt honum verður umsvifalaust borinn út," mun hann hafa sagt. Dubanovsky mun einnig hafa tekið eftir því að Josef burðaðist með matvörur í hjólbörum niður í kjallarann auk þess sem hann heyrði bank og önnur hljóð úr kjallaranum sem hann gat ekki útskýrt. Annað hafi verið ósköp eðlilegt. „Ég og Josef spjölluðum oft um daginn og veginn," sagði Dubanovsky. „Þetta leit út fyrir að vera eðlileg fjölskylda og voru þau hjónin mjög góð við barnabörnin sín." Mál Josef Fritzl Austurríki Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Alfred Dubanovsky, 42 ára starfsmaður á bensínstöð, bjó í tólf ár aðeins örfáa metra frá Elísabetu Fritz og þremur börnum hennar í Amstetten í Austurríki. Í dag játaði faðir Elísabetar, Josef, að hafa fangelsað dóttur sína í 24 ár í kjallara hússins þar sem hann bjó og ól með henni sjö börn. Eitt þeirra dó, þrjú ól Josef upp með eiginkonu sinni og þrjú bjuggu með Elísabetu í 42 fermetra íbúð í kjallaranum en þau sáu dagsljós í fyrsta sinn nú um helgina. „Ég næ þessu ekki. Ég bjó í tólf ár í húsinu og tók ekki eftir neinu," sagði Dubanovsky. Hann flutti úr íbúðinni í fyrra en Josef átti húsið og leigði út átta íbúðir í því. „Það er ekki hægt að ímynda sér hvað gekk á þarna niðri," bætti hann við. Dubanovsky segir að það sé þó ýmislegt sem hafi komið sér furðulega fyrir sjónir þá sem hann skilur betur nú. Josef hafi til að mynda harðbannað öllum íbúum hússins að koma nálægt kjallaranum. „Kjallarinn er læstur með rafstýrðum lásum og sá sem kemur nálægt honum verður umsvifalaust borinn út," mun hann hafa sagt. Dubanovsky mun einnig hafa tekið eftir því að Josef burðaðist með matvörur í hjólbörum niður í kjallarann auk þess sem hann heyrði bank og önnur hljóð úr kjallaranum sem hann gat ekki útskýrt. Annað hafi verið ósköp eðlilegt. „Ég og Josef spjölluðum oft um daginn og veginn," sagði Dubanovsky. „Þetta leit út fyrir að vera eðlileg fjölskylda og voru þau hjónin mjög góð við barnabörnin sín."
Mál Josef Fritzl Austurríki Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent