Lífið

Prince Polo skortur í landinu?

Hugsanlegt er að Prince Polo verði ekki fáanlegt í landinu í einhvern tíma vegna þeirra efnahagserfiðleika sem yfir landið ganga. Myndi það vera í annað sinn í 50 ára sögu sælgætisins hér á landi sem það gerðist.

Í tilkynningu frá Ásbirni Ólafssyni ehf., sem flytur inn Prince Polo, segir að frá því að fyrirtækið hóf innflutning á Prince Polo frá Póllandi um miðjan sjötta áratuginn á síðustu öld hafi það aðeins einu sinni gerst að „þjóðarsælgæti" Íslendinga seljist upp. ,,Það var í upphafi níunda áratugarins þegar verkföll Samstöðu (Solidarnosc) lömuðu allt efnahagslíf í Póllandi. Mikið fát átti sér stað í verslunum þegar Prince Polo kom loks aftur til landsins og mynduðust biðraðir þegar "þjóðarsælgæti" Íslendinga kom aftur í verslanir," segir í tilkynningu.

Síðan þá hafi ýmislegt gengið á í íslensku efnahagslífi en aldrei hafi Prince Polo selst upp á Íslandi. ,,En eins og ástandið er í efnahagslífi og gjaldeyrismálum Íslands í dag þá er sá möguleiki fyrir hendi að Prince Polo „þjóðarsælgæti" Íslendinga verði ekki fáanlegt í einhvern tíma. Er það von Ásbjarnar Ólafssonar ehf. að ráðamenn þjóðarinnar sjái til þess að ástandið verði eðlilegt og íslendingar verði ekki af „þjóðarsælgætinu" Prince Polo," segir enn fremur í tilkynningu heildsalans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.