Erlent

Risaeldfjall undan Reykjanesi

Óli Tynes skrifar
Gígurinn Víti.
Gígurinn Víti.

Tímaritið National Geogrephic hefur sagt frá gríðarstóru neðansjávar eldfjalli sem fannst fyrir skömmu út af Reykjanesskaga.

Eldfjallið er um 150 kílómetra undan landi og er sagt geta gosið hvenær sem er.

Til viðmiðunar er birt mynd af gígnum Víti við Kröflu, sem er um tíu kílómetrar í þvermál.

Gígur hins nýfundna eldfjalls er álíka stór og fjallinu svipar til Kröflu. Krafla hefur gosið 29 sinnum á sögulegum tíma, síðast árið 1984.

National Geographic vitnar í Ármann Höskuldsson eldfjallafræðing við Háskóla Íslands.

Hann segir að eldfjallið sé á svo miklu dýpi að Íslandi stafi engin hætta af því þótt það fari að gjósa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×