Stöð 2 Sport sýnir klukkutíma langan þátt um öll helstu atvikin í Formúlu 1 mótum ársins kl. 11.20 í dag.
Þá er rætt við Lewis Hamilton um lokamótið í Formúlu 1, sem var mest spennandi Formúlu 1 mótið í manna minnum. Hamilton varð meistari með eins stigs mun og tryggði titilinn í síðustu beygju mótsins.
Þátturinn er unninn af Stöð 2 Sport, en áhorf á lokamótið í Formúlu 1 var 28%, en stöðin sýndi 7 beinar útsendingar í hver skipti sem Formúlu 1 mót fór fram.
Sýnt var frá öllum æfingum, tímatöku og kappakstri, auk tveggja þátta sem voru á undan og eftir mótum. Keppnistímabilið hefst að nýju í mars og verður íþróttin áfram til sýninga á Stöð 2 Sport, en var í 11 ár þar á undan í Sjónvarpinu.
Áramótþátturinn verður endursýndur kl. 12.20 á nýarsdag og kl. 19.20 á föstudaginn.
Formúlu 1 uppgjör á Stöð 2 Sport
