FH gerði jafntefli við Aston Villa á útivelli Elvar Geir Magnússon skrifar 28. ágúst 2008 20:45 Úr fyrri leiknum. Mynd/Pjetur Aston Villa - FH 1-1 (Samtals: 5-2)1-0 Craig Gardner (27.) 1-1 Atli Viðar Björnsson (30.) Aston Villa og FH gerðu jafntefli 1-1 í Birmingham í kvöld. Frábær úrslit fyrir FH-inga sem geta verið stoltir af sinni frammistöðu. Villa vann fyrri leikinn 4-1 en Hafnarfjarðarliðið var mun þéttara í leiknum í kvöld. Villa komst yfir á 27. mínútu leiksins en skömmu síðar náði Atli Viðar Björnsson að jafna. Fleiri urðu mörkin ekki. Aston Villa átti fleiri skot að marki en leikurinn var engin einstefna og Jónas Grani Garðarsson fékk gott færi undir lokin til að tryggja FH sigurinn. Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi en hana má lesa í heild sinni hér að neðan. _____________________________ 20:48 Leik er lokið í Birmingham. Frábær úrslit fyrir FH, 1-1 jafntefli. Aston Villa kemst áfram á 5-2 sigri samtals. 20:44 Jónas Grani fékk besta færi seinni hálfleiks til að koma FH yfir á 88. mínútu leiksins! Skot hans fór hinsvegar í hliðarnetið. Frábært færi! 20:42 „Leikmenn FH geta verið stoltir af sinni frammistöðu í kvöld. Þeir fá líklega ekki móttökuathöfn á Arnarhóli en það verður kannski einhver stemning á Þórsplani í Hafnarfirði," segir Hörður Magnússon. Jónas Grani Garðarsson kominn inn fyrir Matthías Vilhjálmsson. Fjórar mínútur eftir af leiknum. 20:39 Skipting á 83. mínútu. Guðmundur Sævarsson inn fyrir Tryggva. Það eru rúmlega 25 þúsund áhorfendur á Villa Park í kvöld. Prýðilegt það. 20:37 Jæja, jafnteflið í sjónmáli. 82 mínútur á klukkunni. Tryggvi Guðmundsson að biðja um skiptingu. 20:30 Harewood (sem hefur verið pínlega slakur í leiknum) fékk dauðafæri en Gunnar Sigurðsson varði vel. Frákastið barst til Delfouneso sem skaut yfir. 20:25 Davíð Þór Viðarsson hefur átt góðan leik á miðjunni. Allt annað að sjá til hans í kvöld en í fyrri leiknum þar sem hann náði sér engan veginn á strik. 20:22 Skemmtilega útfærð hornspyrna hjá FH sem endaði með skoti frá Ásgeiri Gunnari sem fór í hliðarnetið. Ekki jafnmikið um færi í seinni hálfleik eins og í þeim fyrri. 66 mínútur liðnar af leiknum. 20:20 Agbonlahor farinn af velli hjá Villa og í stað hans er kominn 17 ára strákur, Nathan Delfouneso. Efnilegur leikmaður sem hefur skorað mikið fyrir vara- og unglingalið Villa. Hann skoraði þrennu í sínum fyrsta leik fyrir U17 landslið Englands. 20:15 Skipting á 58. mínútu. Atli Guðnason inn fyrir Atla Viðar Björnsson. 20:13 Atli Viðar með skot fyrir utan teig sem Friedel á ekki í vandræðum með. Um að gera að reyna samt. 20:10 Kolbrún Vala Jónsdóttir, sjúkraþjálfari FH, er vinsæl meðal stuðningsmanna Villa. Hún kom inn á völlinn til að veita Ásgeiri Gunnari aðhlynningu og fékk mikið flaut frá áhorfendum. 20:05 Fjórar mínútur liðnar af seinni hálfleik og Aston Villa búið að vera með boltann samfleytt síðan seinni hálfleikurinn var flautaður á. 19:45 Hálfleikur Hjörtur Logi Valgarðsson fékk gult spjald undir lok fyrri hálfleiksins. 19:39 „Að mínu mati er þetta allt að því sanngjörn staða. FH-ingar hafa verið að leika mjög vel," segir Hörður Magnússon sem lýsir leiknum á Stöð 2 Sport. Marlon Harewood fékk réttilega gult spjald fyrir að hafa brotið á Birni Sverrissyni. 19:33 Verulega athyglisverður leikur í gangi hér á Villa Park. Nú þarf FH að skora þrjú mörk til að fá leikinn í framlengingu. Of mikil bjartsýni? 19:30 MARK! Aston Villa 1-1 FH FH svarar strax. Dalvíkingurinn Atli Viðar Björnsson jafnar í 1-1. Brad Friedel sló fyrirgjöf frá hægri út í teiginn þar sem Atli Viðar var í dauðafæri og kláraði vel. 19:27 MARK! Aston Villa 1-0 FH Marlon Harewood renndi boltanum út í teiginn þar sem Craig Gardner var mættur og skoraði með föstu skoti. Staðan orðin 5-1 samtals. 19:25 Góð sókn FH. Atli Viðar geystist upp hægri kantinn og náði góðri sendingu fyrir á Tryggva Guðmundsson. Tryggvi náði skalla á markið en beint á Brad Friedel. 19:21 Gareth Barry nálægt því að skora. Lék á Tryggva Guðmundsson og átti síðan skot hárfínt framhjá. Aston Villa átt hættuleg skot hér þegar fyrri hálfleikur er um hálfnaður en enn ekki náð að hitta á markið. 19:16 Eins og við var að búast hafa heimamenn verið mun meira með boltann og átt nokkrar hættulegar sóknir síðustu mínútur. Moustapha Salifou frá Tógó átti fínt skot hér rétt áðan en yfir. 19:08 Matthías Guðmundsson átti fína skottilraun en Brad Friedel varði í horn. Ekkert varð úr hornspyrnunni. 19:06 Á þessum tímapunkti í fyrri leiknum var FH búið að fá á sig tvö mörk! Þetta byrjar betur núna, ekkert mark komið eftir um sjö mínútna leik. Jonathan Stevenson hjá BBC hefur ekki mikla trú á FH í þessum leik og spáir hann 6-0 sigri Aston Villa. 19:03 Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, með fyrsta skot Hafnarfjarðarliðsins. Það er af löngu færi og hittir ekki rammann. 19:00 Leikurinn er farinn af stað. Wayne Routledge átti fyrsta skotið strax á 1. mínútu en það fór langt framhjá. 18:58 Allt að verða klárt á Villa Park í Birmingham og það er ágætis fjöldi á leiknum. Hægt var að kaupa miða á leikinn í forsölu á 10 pund eða 1.500 íslenskar krónur ytra. 18:44 Aston Villa gerir alls sex breytingar á sínu byrjunarliði frá fyrri leiknum. Wayne Routledge og Moustapha Salifou eru í fyrsta sinn í byrjunarliði Villa. Marlon Harewood, Zat Knight, Craig Gardner og Isaiah Osbourne koma allir inn í byrjunarliðið. Byrjunarlið Aston Villa: Brad Friedel (m); Craig Gardner, Zat Knight, Curtis Davies, Gareth Barry; Wayne Routledge, Nigel Reo-Coker, Isiah Osbourne, Mustapha Salifou; Gabriel Agbonlahor, Marlon Harewood. 18:41 Dómaratríóið í kvöld er frá Hollandi. Bjorn Kuipers er með flautuna en hann ákvað ungur að feta í fótspor föður síns og verða knattspyrnudómari. Hann dæmdi sinn fyrsta Meistaradeildarleik í fyrra. 18:30 Heimir Guðjónsson gerir tvær breytingar á byrjunarliði FH frá fyrri leiknum. Ásgeir Gunnar leikur í hægri bakverði í stað Höskuldar Eiríkssonar sem vill líklega gleyma fyrri leiknum sem fyrst. Þá er Atli Viðar í fremstu víglínu í stað nafna síns Guðnasonar. Byrjunarlið FH: Gunnar Sigurðsson (m); Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Tommy Nielsen, Dennis Siim, Hjörtur Logi Valgarðsson; Davíð Þór Viðarsson (f), Matthías Vilhjálmsson, Björn Daníel Sverrisson; Matthías Guðmundsson, Tryggvi Guðmundsson, Atli Viðar Björnsson. Evrópudeild UEFA Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Sjá meira
Aston Villa - FH 1-1 (Samtals: 5-2)1-0 Craig Gardner (27.) 1-1 Atli Viðar Björnsson (30.) Aston Villa og FH gerðu jafntefli 1-1 í Birmingham í kvöld. Frábær úrslit fyrir FH-inga sem geta verið stoltir af sinni frammistöðu. Villa vann fyrri leikinn 4-1 en Hafnarfjarðarliðið var mun þéttara í leiknum í kvöld. Villa komst yfir á 27. mínútu leiksins en skömmu síðar náði Atli Viðar Björnsson að jafna. Fleiri urðu mörkin ekki. Aston Villa átti fleiri skot að marki en leikurinn var engin einstefna og Jónas Grani Garðarsson fékk gott færi undir lokin til að tryggja FH sigurinn. Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi en hana má lesa í heild sinni hér að neðan. _____________________________ 20:48 Leik er lokið í Birmingham. Frábær úrslit fyrir FH, 1-1 jafntefli. Aston Villa kemst áfram á 5-2 sigri samtals. 20:44 Jónas Grani fékk besta færi seinni hálfleiks til að koma FH yfir á 88. mínútu leiksins! Skot hans fór hinsvegar í hliðarnetið. Frábært færi! 20:42 „Leikmenn FH geta verið stoltir af sinni frammistöðu í kvöld. Þeir fá líklega ekki móttökuathöfn á Arnarhóli en það verður kannski einhver stemning á Þórsplani í Hafnarfirði," segir Hörður Magnússon. Jónas Grani Garðarsson kominn inn fyrir Matthías Vilhjálmsson. Fjórar mínútur eftir af leiknum. 20:39 Skipting á 83. mínútu. Guðmundur Sævarsson inn fyrir Tryggva. Það eru rúmlega 25 þúsund áhorfendur á Villa Park í kvöld. Prýðilegt það. 20:37 Jæja, jafnteflið í sjónmáli. 82 mínútur á klukkunni. Tryggvi Guðmundsson að biðja um skiptingu. 20:30 Harewood (sem hefur verið pínlega slakur í leiknum) fékk dauðafæri en Gunnar Sigurðsson varði vel. Frákastið barst til Delfouneso sem skaut yfir. 20:25 Davíð Þór Viðarsson hefur átt góðan leik á miðjunni. Allt annað að sjá til hans í kvöld en í fyrri leiknum þar sem hann náði sér engan veginn á strik. 20:22 Skemmtilega útfærð hornspyrna hjá FH sem endaði með skoti frá Ásgeiri Gunnari sem fór í hliðarnetið. Ekki jafnmikið um færi í seinni hálfleik eins og í þeim fyrri. 66 mínútur liðnar af leiknum. 20:20 Agbonlahor farinn af velli hjá Villa og í stað hans er kominn 17 ára strákur, Nathan Delfouneso. Efnilegur leikmaður sem hefur skorað mikið fyrir vara- og unglingalið Villa. Hann skoraði þrennu í sínum fyrsta leik fyrir U17 landslið Englands. 20:15 Skipting á 58. mínútu. Atli Guðnason inn fyrir Atla Viðar Björnsson. 20:13 Atli Viðar með skot fyrir utan teig sem Friedel á ekki í vandræðum með. Um að gera að reyna samt. 20:10 Kolbrún Vala Jónsdóttir, sjúkraþjálfari FH, er vinsæl meðal stuðningsmanna Villa. Hún kom inn á völlinn til að veita Ásgeiri Gunnari aðhlynningu og fékk mikið flaut frá áhorfendum. 20:05 Fjórar mínútur liðnar af seinni hálfleik og Aston Villa búið að vera með boltann samfleytt síðan seinni hálfleikurinn var flautaður á. 19:45 Hálfleikur Hjörtur Logi Valgarðsson fékk gult spjald undir lok fyrri hálfleiksins. 19:39 „Að mínu mati er þetta allt að því sanngjörn staða. FH-ingar hafa verið að leika mjög vel," segir Hörður Magnússon sem lýsir leiknum á Stöð 2 Sport. Marlon Harewood fékk réttilega gult spjald fyrir að hafa brotið á Birni Sverrissyni. 19:33 Verulega athyglisverður leikur í gangi hér á Villa Park. Nú þarf FH að skora þrjú mörk til að fá leikinn í framlengingu. Of mikil bjartsýni? 19:30 MARK! Aston Villa 1-1 FH FH svarar strax. Dalvíkingurinn Atli Viðar Björnsson jafnar í 1-1. Brad Friedel sló fyrirgjöf frá hægri út í teiginn þar sem Atli Viðar var í dauðafæri og kláraði vel. 19:27 MARK! Aston Villa 1-0 FH Marlon Harewood renndi boltanum út í teiginn þar sem Craig Gardner var mættur og skoraði með föstu skoti. Staðan orðin 5-1 samtals. 19:25 Góð sókn FH. Atli Viðar geystist upp hægri kantinn og náði góðri sendingu fyrir á Tryggva Guðmundsson. Tryggvi náði skalla á markið en beint á Brad Friedel. 19:21 Gareth Barry nálægt því að skora. Lék á Tryggva Guðmundsson og átti síðan skot hárfínt framhjá. Aston Villa átt hættuleg skot hér þegar fyrri hálfleikur er um hálfnaður en enn ekki náð að hitta á markið. 19:16 Eins og við var að búast hafa heimamenn verið mun meira með boltann og átt nokkrar hættulegar sóknir síðustu mínútur. Moustapha Salifou frá Tógó átti fínt skot hér rétt áðan en yfir. 19:08 Matthías Guðmundsson átti fína skottilraun en Brad Friedel varði í horn. Ekkert varð úr hornspyrnunni. 19:06 Á þessum tímapunkti í fyrri leiknum var FH búið að fá á sig tvö mörk! Þetta byrjar betur núna, ekkert mark komið eftir um sjö mínútna leik. Jonathan Stevenson hjá BBC hefur ekki mikla trú á FH í þessum leik og spáir hann 6-0 sigri Aston Villa. 19:03 Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, með fyrsta skot Hafnarfjarðarliðsins. Það er af löngu færi og hittir ekki rammann. 19:00 Leikurinn er farinn af stað. Wayne Routledge átti fyrsta skotið strax á 1. mínútu en það fór langt framhjá. 18:58 Allt að verða klárt á Villa Park í Birmingham og það er ágætis fjöldi á leiknum. Hægt var að kaupa miða á leikinn í forsölu á 10 pund eða 1.500 íslenskar krónur ytra. 18:44 Aston Villa gerir alls sex breytingar á sínu byrjunarliði frá fyrri leiknum. Wayne Routledge og Moustapha Salifou eru í fyrsta sinn í byrjunarliði Villa. Marlon Harewood, Zat Knight, Craig Gardner og Isaiah Osbourne koma allir inn í byrjunarliðið. Byrjunarlið Aston Villa: Brad Friedel (m); Craig Gardner, Zat Knight, Curtis Davies, Gareth Barry; Wayne Routledge, Nigel Reo-Coker, Isiah Osbourne, Mustapha Salifou; Gabriel Agbonlahor, Marlon Harewood. 18:41 Dómaratríóið í kvöld er frá Hollandi. Bjorn Kuipers er með flautuna en hann ákvað ungur að feta í fótspor föður síns og verða knattspyrnudómari. Hann dæmdi sinn fyrsta Meistaradeildarleik í fyrra. 18:30 Heimir Guðjónsson gerir tvær breytingar á byrjunarliði FH frá fyrri leiknum. Ásgeir Gunnar leikur í hægri bakverði í stað Höskuldar Eiríkssonar sem vill líklega gleyma fyrri leiknum sem fyrst. Þá er Atli Viðar í fremstu víglínu í stað nafna síns Guðnasonar. Byrjunarlið FH: Gunnar Sigurðsson (m); Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Tommy Nielsen, Dennis Siim, Hjörtur Logi Valgarðsson; Davíð Þór Viðarsson (f), Matthías Vilhjálmsson, Björn Daníel Sverrisson; Matthías Guðmundsson, Tryggvi Guðmundsson, Atli Viðar Björnsson.
Evrópudeild UEFA Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Sjá meira