Viðskipti innlent

Hækkun og lækkun í Kauphöllinni

Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri bankans.
Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri bankans. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í Kaupþingi hefur hækkað um rúm tvö prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag. Gengi hlutabréfa sem þar eru skráð hafa bæði hækkað og lækkað. Mesta lækkunin er á gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum, en það hefur lækkað um rúm þrjú prósent.

Gengi bréfa í Alfesca hefur hækkað næstmest, eða um 1,35 prósent. Á eftir fylgir Össur, Glitnir, Icelandair og Marel, sem hefur hækkað minnst, eða um 0,34 prósent.

Að Atlantic Petroleum undanskildu hefur gengi FL Group lækkað mest, eða um 1,36 prósent, SPRON um 0,92 prósent, Landsbankinn um 0,52 prósent og Exista um 0,38 prósent.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,74 prósent og stendur vísitalan í 4.881 stigi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×